Innlent

Útlensk fiskiskip hreinsa upp miðin

Keppast við að veiða ýsu og koma því seint á keilumiðin.
Keppast við að veiða ýsu og koma því seint á keilumiðin. MYND/365

Íslenskum línuskipum reynist erfitt að fóta sig á keilumiðunum fyrir sunnan land vegna erlendra fiskiskipa. Skipstjóri á línuskipinu Sighvati GK segir færeysk og norsk línuskip raða sér á kantana suður af landinu og hreinsa upp miðin áður en íslensku skipin koma á vettvang.

Þetta kemur fram í viðtali við Unnstein Líndal skipstjóra á línuskipinu Sighvati GK í nýjustu Fiskifréttum.

Í viðtalinu segir Unsteinn færeysk og norsk línuskip vera komin á keilumiðin strax um mánaðamótin febrúar mars. Á þessum tíma séu íslensku skipin hins vegar upptekin við að veiða ýsu og því skili þau sér seinna á miðin. Þegar þau loks geta snúið sér að því að veiða aflaheimildir sínar í keilu séu erlendu skipin ýmist búin að þurrka miðin upp eða einoka þau þannig að íslensku skipin komast ekki að.

Sjá frétt Fiskifrétta hér.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×