Viðskipti innlent

Fjármálafyrirtæki áfram í sviðsljósinu

Gangi spá Greiningar Glitnis eftir um 21 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar á árinu 2007 fer vísitalan yfir 7.750 stig. Samanlagður hagnaður þeirra félaga sem Glitnir spáir fyrir um verður um 250 milljarðar króna á árinu sem var að líða, þar af nam hagnaður á fjórða ársfjórðungi 88 milljörðum króna.

Sem fyrr eru það fjármálafyrirtæki og fjárfestingafélög sem taka stærstan hluta af hagnaðarkökunni.

Kaupþing, FL Group, Landsbankinn og Exista högnuðust öll yfir þrjátíu milljarða króna á síðasta ári miðað við spár Glitnis og Straumur var þar nálægt. Heildarhagnaður mun dragast saman á árinu 2007 frá nýliðnu ári sem einkenndist af miklum gengis- og söluhagnaði.

Að mati Glitnis skila rekstrarfélögin lakari ávöxtun en fjármálafyrirtækin í ár. Aðstæður eru samt sem áður ágætar í ársbyrjun, frekari ytri vöxtur fyrirtækja er í sjónmáli sem verður studdur með góðu aðgengi að fjármagni og auknum sýnileika íslenskra fyrirtækja erlendis. Spáð er hagnaðaraukningu á árinu 2008 frá árinu 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×