Viðskipti innlent

Næstmest verðbólga hér

Verðbólgan mældist 2,1 prósent í OECD-ríkjunum í nóvember. Til samanburðar var 7,3 prósenta verðbólga á Íslandi á sama tíma.
Verðbólgan mældist 2,1 prósent í OECD-ríkjunum í nóvember. Til samanburðar var 7,3 prósenta verðbólga á Íslandi á sama tíma. MYND/GVA

Verðbólga mældist 2,1 prósent á ársgrundvelli innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í nóvember á síðasta ári. Þetta er 0,4 prósentustiga hækkun frá sama tímabili árið áður.

Þetta er nokkur viðsnúningur frá fyrri verðbólgutölum á fjórða ársfjórðungi innan aðildarríkja OECD en verðbólgan lækkaði um 0,2 prósent í september en hélst óbreytt í október.

Verðbólgan í nóvember var eftir sem áður hæst í Tyrklandi eða 9,9 prósent en næstmest hérlendis eða 7,3 prósent. Minnsta verðbólgan mældist líkt og fyrr í Japan, eða 0,3 prósent, og í Sviss en þar mældist hún 0,5 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×