Viðskipti innlent

Stjórnendur fá kauprétti

Stjórn Icelandair Group Holding hefur veitt sautján stjórnendum félagsins kauprétti að samtals 45,3 milljónir hluta. Samningana, sem eru til þriggja ára, verður hægt að nýta frá og með árinu 2008 og er rétthöfum heimilt að nýta þriðjung kaupréttarins í fjórar vikur frá 3. janúar ár hvert. Samningsgengið er 27,5 krónur á hlut.

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, fær rétt til að kaupa fimm milljónir hluta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×