Viðskipti innlent

Mestur seljanleiki bréfa í Straumi

Fjögur félög í Kauphöll Íslands voru með veltuhraða yfir einum á nýliðnu ári sem merkir að allt útgefið hlutafé félaganna hafi skipt um hendur á tímabilinu. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.

Félögin fjögur eru FL Group, Glitnir, Landsbankinn og Straumur-Burðarás. Mesta aukningin varð hjá Straumi á milli ára þar sem hlutfallið var tæplega 1,8. Almennt var veltuhraði hlutabréfa svipaður og árið 2005.

Veltuhraði er mikið notaður til að meta seljanleika hlutabréfa og þar með hversu góð verðmyndun bréfanna er. Hann er reiknaður sem hlutfall milli veltu og hlutafjár félaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×