Viðskipti innlent

Kaupþing aldrei verðmætara

Virði bankans hafði aldrei verið meira en við lokun markaða á mánudaginn.
Virði bankans hafði aldrei verið meira en við lokun markaða á mánudaginn.

Kaupþing, verðmætasta fyrirtæki landsins og eitt fjölmennasta hlutafélagið, hefur aldrei verið metið hærra á hlutabréfamarkaði. Bankinn stóð í 905 krónum á hlut á mánudaginn og var því metinn á 670 milljarða króna, eða sem svarar vel til hálfrar árlegrar landsframleiðslu Íslands og hálfrar heildareignar lífeyrissjóðakerfisins. Frá áramótum hafa bréf Kaupþings hækkað um 7,61 prósent.

Þetta er þó ekki hæsta gengi Kaupþings frá upphafi því um miðjan febrúar fyrir rétt tæpu ári fóru bréfin hæst í gengið 999. Bankinn seldi nýtt hlutafé til erlendra fjárfesta í október og jók hlutafé sitt um tíu prósent sem gerir það að verkum að virði hans hefur aukist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×