Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um nær átta prósent í vikunni

MYND/Pjetur

Gengi hlutabréfa í öllum félögum í Kauphöll Íslands nema þremur lækkuðu í dag og stendur Úrvalsvísitalan í 7.291 stigi.

Úrvalsvísitalan lækkaði um alls 3,38 prósent í dag og það sem af er þessari viku hefur hún lækkaði um tæp átta prósent.

Hlutabréf í Icelandair lækkuðu mest í dag eða um 6,11 prósent en þar á eftir kom Straumur sem lækkaði um 3,98 prósent og Kaupþing lækkaði um 3,87 prósent. Enn fremur lækkuðu bréf í Exista um nærri fjögur prósent einnig og bréfin í SPRON lækkuðu um þrjú og hálft prósent. Bakkavör og Glitnir lækkuðu einnig um á fjórða prósent en Landsbankinn og FL Group lækkuðu um á þriðja prósent.

Bréf í Atlantic Petroleum hækkuðu hins vegar mest eða um 8,44 prósent. Gengi íslensku krónunnar styrktist þar að auki um rúmt prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×