Viðskipti innlent

Hagnaður Marels um 2,7 milljarðar

Árni Oddur Þórðarson stjórnarformaður og Hörður Arnarson forstjóri Marels.
Árni Oddur Þórðarson stjórnarformaður og Hörður Arnarson forstjóri Marels. MYND/Anton Brink

Hagnaður Marels á fyrstu níu mánuðum ársins nam 2,7 milljónum evra, eða um 230 milljónum króna, og nánast fjórfaldaðist á milli ár. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu félagsins til Kauphallar Íslands. Hagnaður félagsins á sama tíma í fyrra reyndist um 60 milljónir króna.

Fram kemur í tilkynningunni að sala á þriðja ársfjórðungi hafi numið nærri 5,7 milljörðum króna samanborið við tæpa fimm milljarða á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur fimmtán prósentum. Fyrstu níu mánuði ársins nam salan hins vegar rúmum 18 milljörðum sem er rúmum sex milljörðum króna meira en á sama tímabili í fyrra. Nemur aukningin 54 prósentum.

Rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi reyndist um 155 milljónir króna fyrir skatta sem er eilítið meira en í fyrra. Tap félagsins á þriðja fjórðungi eftir skatta var hins vegar um 500 milljónir.

Marel færir hlutabréf í hollenska fyrirtækinu Stork NV á reiknuðu markaðsvirði og koma þau fram í nærri 580 milljóna króna tapi í hlutdeildarfélagi á þriðja ársfjórðungi.

 

Eigið fé Marels nam nærri 13 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall var 38,5 prósent í lok september síðastliðins. „Félagið er vel fjármagnað til þess að takast á við áframhaldandi ytri vöxt," segir í tilkynningu Marels til Kauphallarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×