Skoðun

Fjögur ár

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma þann 20. mars 2003 hófst stríð í Írak. Stuðningur Íslands við innrásina var ákveðinn af tveimur mönnum sem sýndi og sýnir ótrúlega vanvirðingu tveggja siðlausra manna gagnvart lýðræði í landinu og um leið þjóð sinni.

Gjörningurinn var framkvæmdur án þess að utanríkismálanefnd Alþingis kæmi saman en skv. 24. grein þingskapa á nefndin að vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um „meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum.“

Einhverjir myndu telja stuðning Íslands við stríð vera meiri háttar utanríkismál. Aðrir ekki. Sífellt fleirum verður ljóst hvaða hörmungar stríðið hefur kallað yfir írösku þjóðina, en ekkert lát virðist vera á óöldinni í landinu. Engu að síður telur Sjálfstæðisflokkurinn ákvörðunina um stuðning íslensku þjóðarinnar við innrás Bandaríkjanna í Írak hafa verið rétta. Forysta Framsóknarflokksins veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga og hefur Jón Sigurðsson farið í nokkra hringi frá því að hann var kjörinn formaður flokksins.

Á sama tíma hefur afstaða Samfylkingarinnar og stjórnarandstöðuflokkanna ætíð legið fyrir. Mánudaginn 19. mars kl. 20 munu hinir staðföstu stríðsandstæðingar efna til baráttusamkomu í Austurbæ. Þar verður innrásinni mótmælt og þess krafist að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð vegna sorglegs stuðnings þeirra við hina ólöglegu innrás.

Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna.




Skoðun

Skoðun

Er veganismi á undan­haldi?

Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar

Skoðun

Snið­ganga fyrir Palestínu

Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar

Sjá meira


×