Viðskipti innlent

Óttuðust að missa kvóta

Frá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.
Frá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. MYND/Hari

Baráttunni um Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum er lokið í bili að minnsta kosti, með sölu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona á tæplega þriðjungs hlut þeirra í félaginu. Kaupandinn er Kristinn ehf. í Vestmannaeyjum og Ísfélagið hf.

Undanfarna mánuði hafa eigendur fyrirtækisins tekist á um hluti í félaginu, en hluthafar í Vestmannaeyjum óttuðust yfirtökutilraunir bræðranna, þar sem hún gæti að þeirra mati leitt til þess að Guðmundur og Hjálmar myndu flytja aflaheimildirnar frá Vestmannaeyjum. Í tilkynningu frá Ísfélaginu segir að við slíkt ástand yrði ekki unað. Vinnslustöðin sé einn burðarása atvinnulífs í Eyjum.



Markmiðið með kaupunum á Vinnslustöðinni er að eignast að minnsta kosti 35 prósent hlut í félaginu og ná samkomulagi við meirihlutaeigendur og stjórnendur um rekstur þess.

Í tilkynningunni segir ennfremur að látið verði reyna á vilja meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar til samstarfs við fleiri aðila í útgerð og vinnslu í Vestmannaeyjum. Það verði gert til eflingar atvinnulífs í Eyjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×