Viðskipti innlent

Viðskipti stöðvuð með hlutafé FL Group

Samkvæmt fréttabréfinu TravelPeople er Hannes Smárason hættur sem forstjóri FL Group. Samkvæmt tilkynningu kauphallarinnar hafa viðskipti með hlutafé FL Group verið stöðvuð og að frétt sé væntanleg.

Fjallað er um málið á vefsíðum börsen og berlingske í Danmörku. Í báðum miðlunum segir að Jón Sigurðsson aðstoðarforstjóri FL Group muni taka við starfinu af Hannesi. Þetta geti börsen þó ekki staðfest.

Á vefsíðunni er greint frá aðdraganda þeirra erfiðleika sem FL Group glímir við þessa daganna og sagt að nýir fjárfestar muni koma til sögunnar.

Hér heima er reiknað með tilkynningu frá FL Group til kauphallarinnar fyrir opnun markaðarins í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×