Innlent

Íslensku menntaverðlaunin afhent

Elín G. Ólafsdóttir tekur við Íslensku menntaverðlaununum úr hendi forsetans.
Elín G. Ólafsdóttir tekur við Íslensku menntaverðlaununum úr hendi forsetans.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson veitti í kvöld Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn í Ingunnarskóla í Reykjavík. Í flokki skóla var það Hrafnagilsskóli sem hlaut verðlaunin. Í flokki kennara var það Elín G. Ólafsdóttir sem hlaut verðlaunin fyrir að skila merku ævistarfi en hún á að baki rúmlega 40 ára feril í faginu. Í flokki ungra kennara var það Kristín Gísladóttir sem var verðlaunuð fyrir störf sín við Ölduselsskóla í Reykjavík.

Þá hlutu hjónin Ásdís Olsen og Karl Ágúst Úlfsson verðlaunin í flokki námsefnishöfunda fyrir brautryðjendastarf á sviði námsefnisgerðar í lífsleikni.

Þetta erí þriðja sinn sem verðlaunin eru veitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×