Bann gegn einkarekinni fjárhættustarfsemi mögulega ólögleg Höskuldur Kári Schram skrifar 30. maí 2007 14:41 MYND/EÍ Vafasamt er að meina einkaaðilum að bjóða upp á happdrætti og fjárhættuspil á meðan slíkur rekstur er leyfður án hindrana í góðgerðarskyni. Þetta kemur fram í dómi EFTA dómstólsins varðandi norska löggjöf um happdrætti, veðmál og fjárhættuspil. Dómurinn gerir þá kröfu að löggjöf sem byggir á markaðshindrunum í þessum efnum endurspegli raunverulegan vilja til að fækka tækifærum til spilamennsku. Forsaga málsins er sú að breska veðmálafyrirtækið Ladbrokes sótti til norskra yfirvalda um leyfi til að stunda starfsemi sína í Noregi. Fyrirtækinu var synjað um starfsleyfi á þeirri forsendu að það fullnægið ekki starfsleyfisskilyrðum norskra laga. Í kjölfarið höfðaði Ladbrokes mál gegn norska ríkinu fyrir Héraðsdómi Oslóar en í málinu reynir meðal annars á hvort norsk löggjöf um happdrætti og veðmál samræmist samninginum um evrópska efnahagssvæðið. Í dómi EFTA dómstólsins kemur fram að allar tegundir happdrætta, veðmála og fjárhættuspila sem boðin eru fram gegn endurgjaldi teljist atvinnustarfsemi í skilningi EES samningsins. Taldi dómstóllinn ennfremur að einkaréttur til atvinnustarfsemi eins og sá sem um ræðir í norsku löggjöfinni útiloka aðila í atvinnurekstri frá því að geta stundað starfsemi á viðkomandi markaði og hindri þar með staðfesturétt þeirra og frelsi til að veita þjónustu. Dómstóllinn bendir á að markaðshindranir geti verið réttlætanlegar ef þær þjóni lögmætum markmiðum í almannaþágu. Barátta gegn spilafíkn og afbrotum í tengslum við spilamennsku geti í þessu samhengi talist lögmæt markmið. Á móti gerir dómstóllinn þá kröfu að löggjöf sem hafi baráttu gegn spilafíkn að markmiði endurspegli raunverulegan vilja til að fækka tækifærum til spilamennsku. Ella verði löggjöfin ekki talin þjóna lögmætu markmiði. Bjóði ríkisfyrirtæki sem nýtur einkaréttar á þessu sviði hins vegar fram á úrval þjónustu sé að mati dómsins í raun ekki verið að vinna í samræmi við slík siðferðileg markmið. Á Íslandi er fjárhættustarfsemi aðeins leyfð í góðgerðar- og fjármögnunarskyni. Happdrætti háskólans rekur bæði happdrætti og spilakassa víða á landinu. Þá hefur Íþróttasamband Íslands í gegnum Íslenska getspá rekið Lottó um árabil ásamt annarri veðmálastarfsemi. Eru sölukassar í tengslum við þá starfsemi staðsettir í fjölmörgum verslunum. Einkaaðilum hefur hins vegar hingað til verið meinað að reka fjárhættustarfsemi hér á landi. Dóm EFTA dómstólsins má nálgast í PDF sniði hér að neðan. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Vafasamt er að meina einkaaðilum að bjóða upp á happdrætti og fjárhættuspil á meðan slíkur rekstur er leyfður án hindrana í góðgerðarskyni. Þetta kemur fram í dómi EFTA dómstólsins varðandi norska löggjöf um happdrætti, veðmál og fjárhættuspil. Dómurinn gerir þá kröfu að löggjöf sem byggir á markaðshindrunum í þessum efnum endurspegli raunverulegan vilja til að fækka tækifærum til spilamennsku. Forsaga málsins er sú að breska veðmálafyrirtækið Ladbrokes sótti til norskra yfirvalda um leyfi til að stunda starfsemi sína í Noregi. Fyrirtækinu var synjað um starfsleyfi á þeirri forsendu að það fullnægið ekki starfsleyfisskilyrðum norskra laga. Í kjölfarið höfðaði Ladbrokes mál gegn norska ríkinu fyrir Héraðsdómi Oslóar en í málinu reynir meðal annars á hvort norsk löggjöf um happdrætti og veðmál samræmist samninginum um evrópska efnahagssvæðið. Í dómi EFTA dómstólsins kemur fram að allar tegundir happdrætta, veðmála og fjárhættuspila sem boðin eru fram gegn endurgjaldi teljist atvinnustarfsemi í skilningi EES samningsins. Taldi dómstóllinn ennfremur að einkaréttur til atvinnustarfsemi eins og sá sem um ræðir í norsku löggjöfinni útiloka aðila í atvinnurekstri frá því að geta stundað starfsemi á viðkomandi markaði og hindri þar með staðfesturétt þeirra og frelsi til að veita þjónustu. Dómstóllinn bendir á að markaðshindranir geti verið réttlætanlegar ef þær þjóni lögmætum markmiðum í almannaþágu. Barátta gegn spilafíkn og afbrotum í tengslum við spilamennsku geti í þessu samhengi talist lögmæt markmið. Á móti gerir dómstóllinn þá kröfu að löggjöf sem hafi baráttu gegn spilafíkn að markmiði endurspegli raunverulegan vilja til að fækka tækifærum til spilamennsku. Ella verði löggjöfin ekki talin þjóna lögmætu markmiði. Bjóði ríkisfyrirtæki sem nýtur einkaréttar á þessu sviði hins vegar fram á úrval þjónustu sé að mati dómsins í raun ekki verið að vinna í samræmi við slík siðferðileg markmið. Á Íslandi er fjárhættustarfsemi aðeins leyfð í góðgerðar- og fjármögnunarskyni. Happdrætti háskólans rekur bæði happdrætti og spilakassa víða á landinu. Þá hefur Íþróttasamband Íslands í gegnum Íslenska getspá rekið Lottó um árabil ásamt annarri veðmálastarfsemi. Eru sölukassar í tengslum við þá starfsemi staðsettir í fjölmörgum verslunum. Einkaaðilum hefur hins vegar hingað til verið meinað að reka fjárhættustarfsemi hér á landi. Dóm EFTA dómstólsins má nálgast í PDF sniði hér að neðan.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira