Viðskipti innlent

Nánast allt seldist í stofnfjárútboði Byrs

Ragnar Z. Guðjónsson er sparisjóðsstjóri Byrs.
Ragnar Z. Guðjónsson er sparisjóðsstjóri Byrs. MYND/Anton

Nánast allt stofnfé sem boðið var í stofnfjárútboði Byrs sparisjóðs á dögunum seldist eftir því sem segir í tilkynningu frá sjóðnum.

Um var að ræða stærsta stofnfjárútboð sem farið hefur fram hér á landi og nemur heildarsöluverðið rúmum 23,7 milljörðum króna. Þar sem meirihluti stofnfjáreigenda skráði sig fyrir viðbótarrétti mun það stofnfé sem afgangs er tæpar, 400 milljónir króna, skiptast milli þeirra í samræmi við eignarhlut þeirra fyrir aukninguna.

Stofnfjáreigendafundur verður haldinn í dag í Byr þar sem lögð verður fram tillaga um sameiningu við Sparisjóð Norðlendinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×