Auðlindir í stjórnarskrá 10. mars 2007 05:00 Jóhann J. Ólafsson skrifar - Enn er komin á kreik sú meinloka að gera auðlindir sjávar að „þjóðareign" með stjórnarskrárbreytingu. Hér er hættulegur skrípaleikur í uppsiglingu. Orðin þjóð og eign standa fyrir sínu hvort fyrir sig, en þegar þau eru sameinuð í orðið „þjóðareign" mynda þau orðskrípi eða orðalepp. Orðið þjóð er aðeins hugtak, mjög laust í reipunum: „Stór hópur manna, sem á sér að jafnaði sameiginlegt tungumál og menningu..." stendur m.a. í orðabókinni. Eign er það sem er andlag eignarréttinda, nýtingar og ráðstöfunar eiganda hennar. Þar sem „þjóðin" getur ekki haft eignarréttindi frekar en menningin á hún engar eignir. Þar af leiðir að „þjóðareignir" eru engar eignir. En þar sem „þjóðin" getur ekki frekar en hugtakið menning farið með eignarréttindi verður ríkisvaldið að gæta hagsmuna hennar og ráðstafa þessum eignum. Þetta hefur hingað til, af hreinskilnum mönnum verið nefnt ríkiseign, sem byggist á þjóðnýtingu. Ákvæði um „þjóðareign" í stjórnarskrá verður aldrei annað en hástemmt bull. Enginn hefur gert grein fyrir því hvers vegna þarf að breyta stjórnarskránni í þessu sambandi. Eina breytingin, sem stjórnarskrárnefnd, undir forustu Jóns Kristjánssonar, var sammála um var að breyta reglum um það, hvernig á að breyta stjórnarskránni. Núverandi reglur eru taldar allt of opnar og fjarlægar kjósendum. Nú á að ryðja þessari breytingu fram hjá hinni nýju breytingarreglu. Allt sem flutningsmenn stefna að er hægt að framkvæma með venjulegum lögum frá Alþingi. Þjóðnýting er ekkert ný á Íslandi. En hún er ekki vinsæl um þessar mundir og því eru menn að fara krókaleiðir til að framkvæma hana. Fara inn um bakdyrnar. En því að nota stjórnarskrána? Er það til að ógilda vernd eignarréttarins í stjórnarskránni, sem krefst fullra bóta? Á að breyta stjórnarskránni til að taka bótalaust eignir, sem menn hafa greitt tugi milljarða fyrir? Það er verið að nema eignarréttinn úr gildi eins og gert var í kommúnistaríkjunum. Þessi stjórnarskrárbreyting gerir ekkert annað en að veikja og þynna út eignaréttarhugtakið, skapa óvissu og deilur. Það sem er þó einna alvarlegast er að með „þjóðareign" eru verðmæti tekin undan yfirráðum landsmanna. Menn fá engan aðgang að þeim nema fyrir milligöngu kjörinna fulltrúa, sem eru í æ ríkari mæli að taka á sig mynd kjöraðals, sem gerir sig í auknum mæli óháðari kjósendum. Það er verið að taka kjósendur úr sambandi, því yfir eignum, sem eru bundnar í stjórnarskrá hafa þeir litla eða enga ráðstöfun. Þó eiga þessir fulltrúar að sækja vald sitt til kjósenda. Stjórnarskrá Íslands er dýrasta trygging okkar kjósenda fyrir lýðréttindum. Hún verður að fá að vera í friði fyrir skammtíma kosningahagsmunum, gorgeir og skrumi. Hún þarf að hafa skírleika og stöðugleika og frið. Ef misvitrir stjórnmálamenn eru sífellt að misnota stjórnarskrána sem sorpílát fyrir tímabundið kosningaþvarg endar hún bara sem ruslakista þess, sem einu sinni var lýðræði. Höfundur er stórkaupmaður. Stjórnarskrá Íslands er dýrasta trygging okkar kjósenda fyrir lýðréttindum. Hún verður að fá að vera í friði fyrir skammtíma kosningahagsmunum, gorgeir og skrumi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Jóhann J. Ólafsson skrifar - Enn er komin á kreik sú meinloka að gera auðlindir sjávar að „þjóðareign" með stjórnarskrárbreytingu. Hér er hættulegur skrípaleikur í uppsiglingu. Orðin þjóð og eign standa fyrir sínu hvort fyrir sig, en þegar þau eru sameinuð í orðið „þjóðareign" mynda þau orðskrípi eða orðalepp. Orðið þjóð er aðeins hugtak, mjög laust í reipunum: „Stór hópur manna, sem á sér að jafnaði sameiginlegt tungumál og menningu..." stendur m.a. í orðabókinni. Eign er það sem er andlag eignarréttinda, nýtingar og ráðstöfunar eiganda hennar. Þar sem „þjóðin" getur ekki haft eignarréttindi frekar en menningin á hún engar eignir. Þar af leiðir að „þjóðareignir" eru engar eignir. En þar sem „þjóðin" getur ekki frekar en hugtakið menning farið með eignarréttindi verður ríkisvaldið að gæta hagsmuna hennar og ráðstafa þessum eignum. Þetta hefur hingað til, af hreinskilnum mönnum verið nefnt ríkiseign, sem byggist á þjóðnýtingu. Ákvæði um „þjóðareign" í stjórnarskrá verður aldrei annað en hástemmt bull. Enginn hefur gert grein fyrir því hvers vegna þarf að breyta stjórnarskránni í þessu sambandi. Eina breytingin, sem stjórnarskrárnefnd, undir forustu Jóns Kristjánssonar, var sammála um var að breyta reglum um það, hvernig á að breyta stjórnarskránni. Núverandi reglur eru taldar allt of opnar og fjarlægar kjósendum. Nú á að ryðja þessari breytingu fram hjá hinni nýju breytingarreglu. Allt sem flutningsmenn stefna að er hægt að framkvæma með venjulegum lögum frá Alþingi. Þjóðnýting er ekkert ný á Íslandi. En hún er ekki vinsæl um þessar mundir og því eru menn að fara krókaleiðir til að framkvæma hana. Fara inn um bakdyrnar. En því að nota stjórnarskrána? Er það til að ógilda vernd eignarréttarins í stjórnarskránni, sem krefst fullra bóta? Á að breyta stjórnarskránni til að taka bótalaust eignir, sem menn hafa greitt tugi milljarða fyrir? Það er verið að nema eignarréttinn úr gildi eins og gert var í kommúnistaríkjunum. Þessi stjórnarskrárbreyting gerir ekkert annað en að veikja og þynna út eignaréttarhugtakið, skapa óvissu og deilur. Það sem er þó einna alvarlegast er að með „þjóðareign" eru verðmæti tekin undan yfirráðum landsmanna. Menn fá engan aðgang að þeim nema fyrir milligöngu kjörinna fulltrúa, sem eru í æ ríkari mæli að taka á sig mynd kjöraðals, sem gerir sig í auknum mæli óháðari kjósendum. Það er verið að taka kjósendur úr sambandi, því yfir eignum, sem eru bundnar í stjórnarskrá hafa þeir litla eða enga ráðstöfun. Þó eiga þessir fulltrúar að sækja vald sitt til kjósenda. Stjórnarskrá Íslands er dýrasta trygging okkar kjósenda fyrir lýðréttindum. Hún verður að fá að vera í friði fyrir skammtíma kosningahagsmunum, gorgeir og skrumi. Hún þarf að hafa skírleika og stöðugleika og frið. Ef misvitrir stjórnmálamenn eru sífellt að misnota stjórnarskrána sem sorpílát fyrir tímabundið kosningaþvarg endar hún bara sem ruslakista þess, sem einu sinni var lýðræði. Höfundur er stórkaupmaður. Stjórnarskrá Íslands er dýrasta trygging okkar kjósenda fyrir lýðréttindum. Hún verður að fá að vera í friði fyrir skammtíma kosningahagsmunum, gorgeir og skrumi.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar