Auðlindir í stjórnarskrá 10. mars 2007 05:00 Jóhann J. Ólafsson skrifar - Enn er komin á kreik sú meinloka að gera auðlindir sjávar að „þjóðareign" með stjórnarskrárbreytingu. Hér er hættulegur skrípaleikur í uppsiglingu. Orðin þjóð og eign standa fyrir sínu hvort fyrir sig, en þegar þau eru sameinuð í orðið „þjóðareign" mynda þau orðskrípi eða orðalepp. Orðið þjóð er aðeins hugtak, mjög laust í reipunum: „Stór hópur manna, sem á sér að jafnaði sameiginlegt tungumál og menningu..." stendur m.a. í orðabókinni. Eign er það sem er andlag eignarréttinda, nýtingar og ráðstöfunar eiganda hennar. Þar sem „þjóðin" getur ekki haft eignarréttindi frekar en menningin á hún engar eignir. Þar af leiðir að „þjóðareignir" eru engar eignir. En þar sem „þjóðin" getur ekki frekar en hugtakið menning farið með eignarréttindi verður ríkisvaldið að gæta hagsmuna hennar og ráðstafa þessum eignum. Þetta hefur hingað til, af hreinskilnum mönnum verið nefnt ríkiseign, sem byggist á þjóðnýtingu. Ákvæði um „þjóðareign" í stjórnarskrá verður aldrei annað en hástemmt bull. Enginn hefur gert grein fyrir því hvers vegna þarf að breyta stjórnarskránni í þessu sambandi. Eina breytingin, sem stjórnarskrárnefnd, undir forustu Jóns Kristjánssonar, var sammála um var að breyta reglum um það, hvernig á að breyta stjórnarskránni. Núverandi reglur eru taldar allt of opnar og fjarlægar kjósendum. Nú á að ryðja þessari breytingu fram hjá hinni nýju breytingarreglu. Allt sem flutningsmenn stefna að er hægt að framkvæma með venjulegum lögum frá Alþingi. Þjóðnýting er ekkert ný á Íslandi. En hún er ekki vinsæl um þessar mundir og því eru menn að fara krókaleiðir til að framkvæma hana. Fara inn um bakdyrnar. En því að nota stjórnarskrána? Er það til að ógilda vernd eignarréttarins í stjórnarskránni, sem krefst fullra bóta? Á að breyta stjórnarskránni til að taka bótalaust eignir, sem menn hafa greitt tugi milljarða fyrir? Það er verið að nema eignarréttinn úr gildi eins og gert var í kommúnistaríkjunum. Þessi stjórnarskrárbreyting gerir ekkert annað en að veikja og þynna út eignaréttarhugtakið, skapa óvissu og deilur. Það sem er þó einna alvarlegast er að með „þjóðareign" eru verðmæti tekin undan yfirráðum landsmanna. Menn fá engan aðgang að þeim nema fyrir milligöngu kjörinna fulltrúa, sem eru í æ ríkari mæli að taka á sig mynd kjöraðals, sem gerir sig í auknum mæli óháðari kjósendum. Það er verið að taka kjósendur úr sambandi, því yfir eignum, sem eru bundnar í stjórnarskrá hafa þeir litla eða enga ráðstöfun. Þó eiga þessir fulltrúar að sækja vald sitt til kjósenda. Stjórnarskrá Íslands er dýrasta trygging okkar kjósenda fyrir lýðréttindum. Hún verður að fá að vera í friði fyrir skammtíma kosningahagsmunum, gorgeir og skrumi. Hún þarf að hafa skírleika og stöðugleika og frið. Ef misvitrir stjórnmálamenn eru sífellt að misnota stjórnarskrána sem sorpílát fyrir tímabundið kosningaþvarg endar hún bara sem ruslakista þess, sem einu sinni var lýðræði. Höfundur er stórkaupmaður. Stjórnarskrá Íslands er dýrasta trygging okkar kjósenda fyrir lýðréttindum. Hún verður að fá að vera í friði fyrir skammtíma kosningahagsmunum, gorgeir og skrumi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Jóhann J. Ólafsson skrifar - Enn er komin á kreik sú meinloka að gera auðlindir sjávar að „þjóðareign" með stjórnarskrárbreytingu. Hér er hættulegur skrípaleikur í uppsiglingu. Orðin þjóð og eign standa fyrir sínu hvort fyrir sig, en þegar þau eru sameinuð í orðið „þjóðareign" mynda þau orðskrípi eða orðalepp. Orðið þjóð er aðeins hugtak, mjög laust í reipunum: „Stór hópur manna, sem á sér að jafnaði sameiginlegt tungumál og menningu..." stendur m.a. í orðabókinni. Eign er það sem er andlag eignarréttinda, nýtingar og ráðstöfunar eiganda hennar. Þar sem „þjóðin" getur ekki haft eignarréttindi frekar en menningin á hún engar eignir. Þar af leiðir að „þjóðareignir" eru engar eignir. En þar sem „þjóðin" getur ekki frekar en hugtakið menning farið með eignarréttindi verður ríkisvaldið að gæta hagsmuna hennar og ráðstafa þessum eignum. Þetta hefur hingað til, af hreinskilnum mönnum verið nefnt ríkiseign, sem byggist á þjóðnýtingu. Ákvæði um „þjóðareign" í stjórnarskrá verður aldrei annað en hástemmt bull. Enginn hefur gert grein fyrir því hvers vegna þarf að breyta stjórnarskránni í þessu sambandi. Eina breytingin, sem stjórnarskrárnefnd, undir forustu Jóns Kristjánssonar, var sammála um var að breyta reglum um það, hvernig á að breyta stjórnarskránni. Núverandi reglur eru taldar allt of opnar og fjarlægar kjósendum. Nú á að ryðja þessari breytingu fram hjá hinni nýju breytingarreglu. Allt sem flutningsmenn stefna að er hægt að framkvæma með venjulegum lögum frá Alþingi. Þjóðnýting er ekkert ný á Íslandi. En hún er ekki vinsæl um þessar mundir og því eru menn að fara krókaleiðir til að framkvæma hana. Fara inn um bakdyrnar. En því að nota stjórnarskrána? Er það til að ógilda vernd eignarréttarins í stjórnarskránni, sem krefst fullra bóta? Á að breyta stjórnarskránni til að taka bótalaust eignir, sem menn hafa greitt tugi milljarða fyrir? Það er verið að nema eignarréttinn úr gildi eins og gert var í kommúnistaríkjunum. Þessi stjórnarskrárbreyting gerir ekkert annað en að veikja og þynna út eignaréttarhugtakið, skapa óvissu og deilur. Það sem er þó einna alvarlegast er að með „þjóðareign" eru verðmæti tekin undan yfirráðum landsmanna. Menn fá engan aðgang að þeim nema fyrir milligöngu kjörinna fulltrúa, sem eru í æ ríkari mæli að taka á sig mynd kjöraðals, sem gerir sig í auknum mæli óháðari kjósendum. Það er verið að taka kjósendur úr sambandi, því yfir eignum, sem eru bundnar í stjórnarskrá hafa þeir litla eða enga ráðstöfun. Þó eiga þessir fulltrúar að sækja vald sitt til kjósenda. Stjórnarskrá Íslands er dýrasta trygging okkar kjósenda fyrir lýðréttindum. Hún verður að fá að vera í friði fyrir skammtíma kosningahagsmunum, gorgeir og skrumi. Hún þarf að hafa skírleika og stöðugleika og frið. Ef misvitrir stjórnmálamenn eru sífellt að misnota stjórnarskrána sem sorpílát fyrir tímabundið kosningaþvarg endar hún bara sem ruslakista þess, sem einu sinni var lýðræði. Höfundur er stórkaupmaður. Stjórnarskrá Íslands er dýrasta trygging okkar kjósenda fyrir lýðréttindum. Hún verður að fá að vera í friði fyrir skammtíma kosningahagsmunum, gorgeir og skrumi.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar