Spennandi framtíð í líftækni 1. júní 2007 06:00 Vorið er komið og grundirnar gróa … og bakkalárkandidatar í líftækni við Háskólann á Akureyri kynna og verja lokaverkefni sín. Það er óhætt að segja að rannsóknir líftækninema séu fjölbreyttar í ár, en meðal viðfangsefna má nefna ræktun nýrrar frumulínu lungnaþekjufrumna, endurhönnun úrbeiningarferla á nautgripum, nýjungar í nýtingu á rækjuskel, etanól- og vetnisframleiðslu með hitakærum bakteríum, áburðar- og jarðgerð úr slammi, stöðu og tækifæri í framleiðslu örveruhindrandi peptíða, og greiningu á prótínmengi sýklalyfsþolinna baktería, svo nokkur dæmi séu nefnd. Hagnýting var í fyrirrúmi, líkt og endranær, og voru mörg verkefnin unnin í náinni samvinnu með fyrirtækjum og stofnunum þar sem leitað var lausna á þekktum vandamálum. Rannsóknir nemenda nýtast þannig með beinum hætti til verðmætasköpunar í íslenskum fyrirtækjum. Meðal samstarfaðila má nefna Matís, Krabbameinsfélagið, ORF líftækni, Mjólkursamsöluna, VGK hönnun og Norðlenska matarborðið. Eins og ráða má af verkefnavalinu, þá kemur líftæknin víða við og hafa fjölmörg atvinnutækifæri skapast fyrir fólk menntað á þessu ört vaxandi sviði. Líftæknin er þverfagleg grein þar sem saman eru tekin öll þau fræði er lúta að framleiðslu lyfja, matvæla, lífvirkra efna og annarra efnasambanda með aðstoð lífvera, erfðabreyttra sem náttúrlegra. Líftæknin kemur einnig við sögu við verndun og hreinsun umhverfis, en bakteríur og sveppi má nota með stýrðum hætti til niðurbrots spilliefna í náttúrunni. Meðal helstu fræðilegra stoða líftækninnar mætti því nefna lífefnafræði, erfðafræði, erfðaverkfræði og framleiðslufræði, auk almennra lífvísinda og rekstrargreina. Megináherslur náms og rannsókna í líftækni við Háskólann á Akureyri eru á sviðum umhverfis- og orkulíftækni (niðurbrot lífræns úrgangs og nýmyndun orkuríkra efna), skimunar og framleiðslu lífvirkra efna og fæðubótarefna úr íslenskri flóru og fánu og sambýlisörverum þeirra, fiskeldislíftækni, og lífupplýsingatækni. Í náminu öðlast nemendur víðtæka þekkingu á hagnýtum lífvísindum og þjálfast í beitingu bæði hefðbundinna og nýstárlegra rannsóknaaðferða. Einnig er lögð rík áhersla á viðskiptagreinar og rekstur líftæknifyrirtækja. Nemendur öðlast því færni í rannsóknum, stjórnun og rekstri sem nýtast mun í krefjandi störfum innan hins ört vaxandi líftæknigeira, auk þess sem námið veitir góðan undirbúning undir framhaldsnám í hagnýtum lífvísindum. Verkefnavinna er snar þáttur í náminu og vinna nemendur að sjálfstæðum rannsóknaverkefnum undir leiðsögn kennara og annarra sérfræðinga HA og samstarfsaðila. Líftækni er því einkar vænlegur kostur fyrir nemendur sem áhuga hafa á lífvísindum og hagnýtingu þeirra til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er dósent við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Vorið er komið og grundirnar gróa … og bakkalárkandidatar í líftækni við Háskólann á Akureyri kynna og verja lokaverkefni sín. Það er óhætt að segja að rannsóknir líftækninema séu fjölbreyttar í ár, en meðal viðfangsefna má nefna ræktun nýrrar frumulínu lungnaþekjufrumna, endurhönnun úrbeiningarferla á nautgripum, nýjungar í nýtingu á rækjuskel, etanól- og vetnisframleiðslu með hitakærum bakteríum, áburðar- og jarðgerð úr slammi, stöðu og tækifæri í framleiðslu örveruhindrandi peptíða, og greiningu á prótínmengi sýklalyfsþolinna baktería, svo nokkur dæmi séu nefnd. Hagnýting var í fyrirrúmi, líkt og endranær, og voru mörg verkefnin unnin í náinni samvinnu með fyrirtækjum og stofnunum þar sem leitað var lausna á þekktum vandamálum. Rannsóknir nemenda nýtast þannig með beinum hætti til verðmætasköpunar í íslenskum fyrirtækjum. Meðal samstarfaðila má nefna Matís, Krabbameinsfélagið, ORF líftækni, Mjólkursamsöluna, VGK hönnun og Norðlenska matarborðið. Eins og ráða má af verkefnavalinu, þá kemur líftæknin víða við og hafa fjölmörg atvinnutækifæri skapast fyrir fólk menntað á þessu ört vaxandi sviði. Líftæknin er þverfagleg grein þar sem saman eru tekin öll þau fræði er lúta að framleiðslu lyfja, matvæla, lífvirkra efna og annarra efnasambanda með aðstoð lífvera, erfðabreyttra sem náttúrlegra. Líftæknin kemur einnig við sögu við verndun og hreinsun umhverfis, en bakteríur og sveppi má nota með stýrðum hætti til niðurbrots spilliefna í náttúrunni. Meðal helstu fræðilegra stoða líftækninnar mætti því nefna lífefnafræði, erfðafræði, erfðaverkfræði og framleiðslufræði, auk almennra lífvísinda og rekstrargreina. Megináherslur náms og rannsókna í líftækni við Háskólann á Akureyri eru á sviðum umhverfis- og orkulíftækni (niðurbrot lífræns úrgangs og nýmyndun orkuríkra efna), skimunar og framleiðslu lífvirkra efna og fæðubótarefna úr íslenskri flóru og fánu og sambýlisörverum þeirra, fiskeldislíftækni, og lífupplýsingatækni. Í náminu öðlast nemendur víðtæka þekkingu á hagnýtum lífvísindum og þjálfast í beitingu bæði hefðbundinna og nýstárlegra rannsóknaaðferða. Einnig er lögð rík áhersla á viðskiptagreinar og rekstur líftæknifyrirtækja. Nemendur öðlast því færni í rannsóknum, stjórnun og rekstri sem nýtast mun í krefjandi störfum innan hins ört vaxandi líftæknigeira, auk þess sem námið veitir góðan undirbúning undir framhaldsnám í hagnýtum lífvísindum. Verkefnavinna er snar þáttur í náminu og vinna nemendur að sjálfstæðum rannsóknaverkefnum undir leiðsögn kennara og annarra sérfræðinga HA og samstarfsaðila. Líftækni er því einkar vænlegur kostur fyrir nemendur sem áhuga hafa á lífvísindum og hagnýtingu þeirra til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er dósent við Háskólann á Akureyri.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar