Innlent

Snjóflóð í Hlíðarfjalli

MYND/KK

Snjóflóð féll í Hlíðarfjalli á Akureyri upp úr klukkan eitt í dag. Skíðasvæðið var opið þegar flóðið féll en engin slys urðu á fólki og engar skemmdir á lyftum, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Flóðið sem mun ekki hafa verið stórt í sniðum, rann um 200 metra en stöðvaðist áður en það komst í námunda við lyftur og önnur mannvirki á svæðinu.

Undanfarið hefur verið ofankoma í fjallinu og hefur fennt ofan á harðfenni sem var fyrir. Þegar tekur að hlýna myndast hættulegar aðstæður eins og raunin varð í dag. Varað er við því að fleiri flóð kunni að falla á næstu dögum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×