Viðskipti innlent

Samstarf á sviði gagnaöryggismála

Samstarfið handsalað. Þóroddur Sigfússon, vörustjóri í atvinnurekstrardeild TM, og Bjarki Jóhannesson, markaðsstjóri SecurStore, handsala samstarf á sviði forvarna- og fræðslumála sem beinist að verndun á tölvugögnum.
Samstarfið handsalað. Þóroddur Sigfússon, vörustjóri í atvinnurekstrardeild TM, og Bjarki Jóhannesson, markaðsstjóri SecurStore, handsala samstarf á sviði forvarna- og fræðslumála sem beinist að verndun á tölvugögnum.

Tryggingamiðstöðin og Tölvuþjónustan SecurStore hafa ákveðið að hefja samstarf á sviði forvarna- og fræðslumála í tengslum við verndun tölvugagna.

Í tilkynningu fyrirtækjanna kemur fram að Tryggingamiðstöðin ætli samhliða samstarfinu að bjóða viðskiptavinum SecurStore nýja vátryggingu sem nefnist Gagnatrygging. Henni er ætlað að bæta kostnað sem hlýst af endurvinnslu gagna.

„Gagnatrygging TM er í boði fyrir fyrirtæki sem eru með samning við TÞS á sviði afritunarþjónustu. Í henni felst ákveðin viðurkenning á skilvirkni og öryggi afritunarþjónustu TÞS og að hún geti komið í veg fyrir tjón vegna tapaðra gagna. Gagnatrygging TM bætir þann kostnað sem hlýst af því að endurheimta gögn sem tapast í kjölfar tjóns af völdum bruna, vatns, innbrots, rafeindabilana, skammhlaups og margs fleira,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×