Viðskipti innlent

Handtölvur stækka

Handtölvur ehf. hafa fest kaup á Gagnatækni ehf. Með kaupunum verður til Handtölvur–Gagnatækni, sem verður vel í stakk búið að veita heildarlausnir varðandi vélbúnað, hugbúnað og þjónustu til viðskiptavina sinna.

Handtölvur hafa haft leiðandi stöðu á markaði í sölu og þjónustu á handtölvum og handtölvulausnum en Gagnatækni hefur verið sterkt á sviði prentlausna í strikamerkjaiðnaði, skráningu upplýsinga og sölu á handskönnun og öðrum vélbúnaði fyrir verslanir svo eitthvað sé nefnt.

Jón Sævar Jónsson, framkvæmdastjóri Gagnatækni, kemur til starfa fyrir nýja félagið og kemur til með að sjá um sölu og þjónustu á lausnum beggja fyrirtækja.

Framkvæmdastjóri Hand-tölva–Gagnatækni er Davíð Guðjónsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×