Indverjar fagna lendingu 24. janúar 2007 03:30 Indverska geimfarið SRE-1 lenti heilu og höldnu í Bengalflóa á mánudagsmorgun. Með lendingunni er spor markað í sögu geimvísindasögunnar enda geimfarinu ætlað að leggja grunninn að mönnuðum geimskotum Indverja í framtíðinni. Geimfarinu, sem var ómannað og einungis rúmt hálft tonn að þyngd, var skotið á loft 10. janúar síðastliðinn frá Satish Dhawan-geimstöð Indverja í Sriharikota í suðurhluta landsins. Geimfarið flutti fjögur gervitungl út í geim frá jafn mörgum löndum og var á sporbraut um jörð í 11 daga áður en það sneri heim á ný. Með geimskotinu var tækifæri nýtt til að prófa stýrikerfi flaugarinnar og framkvæma ýmsar tilraunir í þyngdarleysi í geimnum. Þá voru gerðar prófanir á geimfarinu er það kom aftur inn fyrir gufuhvolf jarðar en stefna Indverja mun vera að koma mönnuðu geimfari á loft á næstu árum, að sögn talsmanns geimvísindastofnunarinnar indversku. Sjónvarpsstöðvar á Indlandi sýndu beint frá því þegar þyrlur á vegum indverska hersins flugu áleiðis að lendingarstað geimfarsins suður í Bengalflóa til að ná í það á mánudag og flytja að geimstöðinni. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Indverska geimfarið SRE-1 lenti heilu og höldnu í Bengalflóa á mánudagsmorgun. Með lendingunni er spor markað í sögu geimvísindasögunnar enda geimfarinu ætlað að leggja grunninn að mönnuðum geimskotum Indverja í framtíðinni. Geimfarinu, sem var ómannað og einungis rúmt hálft tonn að þyngd, var skotið á loft 10. janúar síðastliðinn frá Satish Dhawan-geimstöð Indverja í Sriharikota í suðurhluta landsins. Geimfarið flutti fjögur gervitungl út í geim frá jafn mörgum löndum og var á sporbraut um jörð í 11 daga áður en það sneri heim á ný. Með geimskotinu var tækifæri nýtt til að prófa stýrikerfi flaugarinnar og framkvæma ýmsar tilraunir í þyngdarleysi í geimnum. Þá voru gerðar prófanir á geimfarinu er það kom aftur inn fyrir gufuhvolf jarðar en stefna Indverja mun vera að koma mönnuðu geimfari á loft á næstu árum, að sögn talsmanns geimvísindastofnunarinnar indversku. Sjónvarpsstöðvar á Indlandi sýndu beint frá því þegar þyrlur á vegum indverska hersins flugu áleiðis að lendingarstað geimfarsins suður í Bengalflóa til að ná í það á mánudag og flytja að geimstöðinni.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira