Aukið hlutafé Baugs í FL Group nægir ekki eitt og sér 2. desember 2007 01:30 Jón Ásgeir Jóhannesson ætlar að koma með tugi milljarða inn í FL Group á næstunni. Líkt og Morgunblaðið greindi fyrst frá í gærmorgun hafa stjórnendur Baugs Group í samráði við aðra stærstu hluthafa FL Group ákveðið að hækka hlutafé félagsins um 60 milljarða á næstunni. Líklegt er þó að það dugi ekki til því þörf er á nýjum hluthöfum sem eru fjárhagslega sterkari heldur en stærstu hluthafar félagsins í dag. Ástæða þess að hlutaféið verður aukið er tvíþætt. Annars vegar er um að kenna miklu falli bréfa félagsins í Kauphöllinni að undanförnu og hins vegar hafa fjárfestingar þess skilað gríðarlegu gengistapi á seinni hluta þessa árs. Það er sennilega ekki fjarri lagi að að áætla tap FL Group það sem af er fjórða ársfjórðungi upp á 30 milljarða króna og vega þar stærst fall hlutabréfa félagsins í Glitni og þýska bankanum Commerzbank. Auk þess mun félagið bókfæra tveggja milljarða króna tap vegna sölunnar á 8% hlut í bandaríska flugfélaginu AMR á yfirstandandi ársfjórðungi. Gera má ráð fyrir að tap félagsins á árinu 2007 verði varla undir 35 milljörðum króna. Heimildir Vísis herma að Baugsmenn, með Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformann FL Group í fararbroddi, muni koma með allt nýtt hlutafé inn í félagið. Þar með mun Baugur Group fara með rétt tæplega 39% hlut í FL Group og verða langstærsti hluthafinn. Með nýju hlutafé mun eignarhluti hluthafanna sem fyrir eru á fleti þynnast út og mun Hannes Smárason, forstjóri og núverandi stærsti hluthafi, til að mynda eiga ríflega 15% hlut í félaginu. Genig bréfanna í hlutafjáraukningunni verður 19 sem er 1,9 undir lokagengi FL Group á föstudag.Nýtt hlutafé leysir ekki allan vandannHannes Smárason forstjóri er í nauðvörn. Hann hefur lengi verið stærsti hluthafi félagsins en miklar vangaveltur eru uppi um hvort hann eigi sér framtíð í FL Group.Það að Baugur skuli einn stærstu hluthafanna leggja til nýtt hlutafé lýsir að nokkru leyti vanda FL Group og þeirra sem eiga mest í fyrirtækinu. Stærsti hluthafinn Hannes Smárason, Gnúpur fjárfestingafélag, sem er í eigu Magnúsar Kristinssonar, Kristins Björnssonar og Þórðar Más Jóhannessonar, og Materia Invest, sem er í eigu Magnúsar Ármanns, Kevins Stanford og Þorsteins M. Jónssonar, eru allir í verulegum vandræðum og herma heimildir Vísis að þessir hluthafar hafi allir átt fullt fangi með að útvega ný veð á bréf sín til lánadrottna sinna eftir að gengið fór að falla af alvöru. Þótt eign þeirra þynnist út með nýju hlutafé þá eru skuldbindingarnar á bak við bréfin þær sömu og áður og þær eru að sliga áðurnefnda hluthafa. Gamall vinur gæti hjálpað tilPálmi Haraldsson í Fons þykir hafa fjárhagslega burði til að koma sterkur inn í hluthafahóp FL Group.Baugsmenn leita nú logandi ljósi að nýjum fjárfesti sem getur keypt hluti stærstu hluthafanna án þess að skuld setja sig um of. Slíkir menn vaxa ekki á trjánum en þó leynist einn öflugur fjárfestir fyrir utan félagið sem hefur unnið oft með Jóni Ásgeiri og hans mönnum.Sá er Pálmi Haraldsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Fons, en heimildamenn Vísis telja hann einn af fáum sem gæti komið inn og keypt hlut Hannesar Smárasonar eða þeirra Magnúsar og Þorsteins án þess að skuldsetja sig um of. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Líkt og Morgunblaðið greindi fyrst frá í gærmorgun hafa stjórnendur Baugs Group í samráði við aðra stærstu hluthafa FL Group ákveðið að hækka hlutafé félagsins um 60 milljarða á næstunni. Líklegt er þó að það dugi ekki til því þörf er á nýjum hluthöfum sem eru fjárhagslega sterkari heldur en stærstu hluthafar félagsins í dag. Ástæða þess að hlutaféið verður aukið er tvíþætt. Annars vegar er um að kenna miklu falli bréfa félagsins í Kauphöllinni að undanförnu og hins vegar hafa fjárfestingar þess skilað gríðarlegu gengistapi á seinni hluta þessa árs. Það er sennilega ekki fjarri lagi að að áætla tap FL Group það sem af er fjórða ársfjórðungi upp á 30 milljarða króna og vega þar stærst fall hlutabréfa félagsins í Glitni og þýska bankanum Commerzbank. Auk þess mun félagið bókfæra tveggja milljarða króna tap vegna sölunnar á 8% hlut í bandaríska flugfélaginu AMR á yfirstandandi ársfjórðungi. Gera má ráð fyrir að tap félagsins á árinu 2007 verði varla undir 35 milljörðum króna. Heimildir Vísis herma að Baugsmenn, með Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformann FL Group í fararbroddi, muni koma með allt nýtt hlutafé inn í félagið. Þar með mun Baugur Group fara með rétt tæplega 39% hlut í FL Group og verða langstærsti hluthafinn. Með nýju hlutafé mun eignarhluti hluthafanna sem fyrir eru á fleti þynnast út og mun Hannes Smárason, forstjóri og núverandi stærsti hluthafi, til að mynda eiga ríflega 15% hlut í félaginu. Genig bréfanna í hlutafjáraukningunni verður 19 sem er 1,9 undir lokagengi FL Group á föstudag.Nýtt hlutafé leysir ekki allan vandannHannes Smárason forstjóri er í nauðvörn. Hann hefur lengi verið stærsti hluthafi félagsins en miklar vangaveltur eru uppi um hvort hann eigi sér framtíð í FL Group.Það að Baugur skuli einn stærstu hluthafanna leggja til nýtt hlutafé lýsir að nokkru leyti vanda FL Group og þeirra sem eiga mest í fyrirtækinu. Stærsti hluthafinn Hannes Smárason, Gnúpur fjárfestingafélag, sem er í eigu Magnúsar Kristinssonar, Kristins Björnssonar og Þórðar Más Jóhannessonar, og Materia Invest, sem er í eigu Magnúsar Ármanns, Kevins Stanford og Þorsteins M. Jónssonar, eru allir í verulegum vandræðum og herma heimildir Vísis að þessir hluthafar hafi allir átt fullt fangi með að útvega ný veð á bréf sín til lánadrottna sinna eftir að gengið fór að falla af alvöru. Þótt eign þeirra þynnist út með nýju hlutafé þá eru skuldbindingarnar á bak við bréfin þær sömu og áður og þær eru að sliga áðurnefnda hluthafa. Gamall vinur gæti hjálpað tilPálmi Haraldsson í Fons þykir hafa fjárhagslega burði til að koma sterkur inn í hluthafahóp FL Group.Baugsmenn leita nú logandi ljósi að nýjum fjárfesti sem getur keypt hluti stærstu hluthafanna án þess að skuld setja sig um of. Slíkir menn vaxa ekki á trjánum en þó leynist einn öflugur fjárfestir fyrir utan félagið sem hefur unnið oft með Jóni Ásgeiri og hans mönnum.Sá er Pálmi Haraldsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Fons, en heimildamenn Vísis telja hann einn af fáum sem gæti komið inn og keypt hlut Hannesar Smárasonar eða þeirra Magnúsar og Þorsteins án þess að skuldsetja sig um of.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur