Aukið hlutafé Baugs í FL Group nægir ekki eitt og sér 2. desember 2007 01:30 Jón Ásgeir Jóhannesson ætlar að koma með tugi milljarða inn í FL Group á næstunni. Líkt og Morgunblaðið greindi fyrst frá í gærmorgun hafa stjórnendur Baugs Group í samráði við aðra stærstu hluthafa FL Group ákveðið að hækka hlutafé félagsins um 60 milljarða á næstunni. Líklegt er þó að það dugi ekki til því þörf er á nýjum hluthöfum sem eru fjárhagslega sterkari heldur en stærstu hluthafar félagsins í dag. Ástæða þess að hlutaféið verður aukið er tvíþætt. Annars vegar er um að kenna miklu falli bréfa félagsins í Kauphöllinni að undanförnu og hins vegar hafa fjárfestingar þess skilað gríðarlegu gengistapi á seinni hluta þessa árs. Það er sennilega ekki fjarri lagi að að áætla tap FL Group það sem af er fjórða ársfjórðungi upp á 30 milljarða króna og vega þar stærst fall hlutabréfa félagsins í Glitni og þýska bankanum Commerzbank. Auk þess mun félagið bókfæra tveggja milljarða króna tap vegna sölunnar á 8% hlut í bandaríska flugfélaginu AMR á yfirstandandi ársfjórðungi. Gera má ráð fyrir að tap félagsins á árinu 2007 verði varla undir 35 milljörðum króna. Heimildir Vísis herma að Baugsmenn, með Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformann FL Group í fararbroddi, muni koma með allt nýtt hlutafé inn í félagið. Þar með mun Baugur Group fara með rétt tæplega 39% hlut í FL Group og verða langstærsti hluthafinn. Með nýju hlutafé mun eignarhluti hluthafanna sem fyrir eru á fleti þynnast út og mun Hannes Smárason, forstjóri og núverandi stærsti hluthafi, til að mynda eiga ríflega 15% hlut í félaginu. Genig bréfanna í hlutafjáraukningunni verður 19 sem er 1,9 undir lokagengi FL Group á föstudag.Nýtt hlutafé leysir ekki allan vandannHannes Smárason forstjóri er í nauðvörn. Hann hefur lengi verið stærsti hluthafi félagsins en miklar vangaveltur eru uppi um hvort hann eigi sér framtíð í FL Group.Það að Baugur skuli einn stærstu hluthafanna leggja til nýtt hlutafé lýsir að nokkru leyti vanda FL Group og þeirra sem eiga mest í fyrirtækinu. Stærsti hluthafinn Hannes Smárason, Gnúpur fjárfestingafélag, sem er í eigu Magnúsar Kristinssonar, Kristins Björnssonar og Þórðar Más Jóhannessonar, og Materia Invest, sem er í eigu Magnúsar Ármanns, Kevins Stanford og Þorsteins M. Jónssonar, eru allir í verulegum vandræðum og herma heimildir Vísis að þessir hluthafar hafi allir átt fullt fangi með að útvega ný veð á bréf sín til lánadrottna sinna eftir að gengið fór að falla af alvöru. Þótt eign þeirra þynnist út með nýju hlutafé þá eru skuldbindingarnar á bak við bréfin þær sömu og áður og þær eru að sliga áðurnefnda hluthafa. Gamall vinur gæti hjálpað tilPálmi Haraldsson í Fons þykir hafa fjárhagslega burði til að koma sterkur inn í hluthafahóp FL Group.Baugsmenn leita nú logandi ljósi að nýjum fjárfesti sem getur keypt hluti stærstu hluthafanna án þess að skuld setja sig um of. Slíkir menn vaxa ekki á trjánum en þó leynist einn öflugur fjárfestir fyrir utan félagið sem hefur unnið oft með Jóni Ásgeiri og hans mönnum.Sá er Pálmi Haraldsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Fons, en heimildamenn Vísis telja hann einn af fáum sem gæti komið inn og keypt hlut Hannesar Smárasonar eða þeirra Magnúsar og Þorsteins án þess að skuldsetja sig um of. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Líkt og Morgunblaðið greindi fyrst frá í gærmorgun hafa stjórnendur Baugs Group í samráði við aðra stærstu hluthafa FL Group ákveðið að hækka hlutafé félagsins um 60 milljarða á næstunni. Líklegt er þó að það dugi ekki til því þörf er á nýjum hluthöfum sem eru fjárhagslega sterkari heldur en stærstu hluthafar félagsins í dag. Ástæða þess að hlutaféið verður aukið er tvíþætt. Annars vegar er um að kenna miklu falli bréfa félagsins í Kauphöllinni að undanförnu og hins vegar hafa fjárfestingar þess skilað gríðarlegu gengistapi á seinni hluta þessa árs. Það er sennilega ekki fjarri lagi að að áætla tap FL Group það sem af er fjórða ársfjórðungi upp á 30 milljarða króna og vega þar stærst fall hlutabréfa félagsins í Glitni og þýska bankanum Commerzbank. Auk þess mun félagið bókfæra tveggja milljarða króna tap vegna sölunnar á 8% hlut í bandaríska flugfélaginu AMR á yfirstandandi ársfjórðungi. Gera má ráð fyrir að tap félagsins á árinu 2007 verði varla undir 35 milljörðum króna. Heimildir Vísis herma að Baugsmenn, með Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformann FL Group í fararbroddi, muni koma með allt nýtt hlutafé inn í félagið. Þar með mun Baugur Group fara með rétt tæplega 39% hlut í FL Group og verða langstærsti hluthafinn. Með nýju hlutafé mun eignarhluti hluthafanna sem fyrir eru á fleti þynnast út og mun Hannes Smárason, forstjóri og núverandi stærsti hluthafi, til að mynda eiga ríflega 15% hlut í félaginu. Genig bréfanna í hlutafjáraukningunni verður 19 sem er 1,9 undir lokagengi FL Group á föstudag.Nýtt hlutafé leysir ekki allan vandannHannes Smárason forstjóri er í nauðvörn. Hann hefur lengi verið stærsti hluthafi félagsins en miklar vangaveltur eru uppi um hvort hann eigi sér framtíð í FL Group.Það að Baugur skuli einn stærstu hluthafanna leggja til nýtt hlutafé lýsir að nokkru leyti vanda FL Group og þeirra sem eiga mest í fyrirtækinu. Stærsti hluthafinn Hannes Smárason, Gnúpur fjárfestingafélag, sem er í eigu Magnúsar Kristinssonar, Kristins Björnssonar og Þórðar Más Jóhannessonar, og Materia Invest, sem er í eigu Magnúsar Ármanns, Kevins Stanford og Þorsteins M. Jónssonar, eru allir í verulegum vandræðum og herma heimildir Vísis að þessir hluthafar hafi allir átt fullt fangi með að útvega ný veð á bréf sín til lánadrottna sinna eftir að gengið fór að falla af alvöru. Þótt eign þeirra þynnist út með nýju hlutafé þá eru skuldbindingarnar á bak við bréfin þær sömu og áður og þær eru að sliga áðurnefnda hluthafa. Gamall vinur gæti hjálpað tilPálmi Haraldsson í Fons þykir hafa fjárhagslega burði til að koma sterkur inn í hluthafahóp FL Group.Baugsmenn leita nú logandi ljósi að nýjum fjárfesti sem getur keypt hluti stærstu hluthafanna án þess að skuld setja sig um of. Slíkir menn vaxa ekki á trjánum en þó leynist einn öflugur fjárfestir fyrir utan félagið sem hefur unnið oft með Jóni Ásgeiri og hans mönnum.Sá er Pálmi Haraldsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Fons, en heimildamenn Vísis telja hann einn af fáum sem gæti komið inn og keypt hlut Hannesar Smárasonar eða þeirra Magnúsar og Þorsteins án þess að skuldsetja sig um of.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira