Viðskipti innlent

Finnair gefur út jákvæða afkomuviðvörun

Sigurður Helgason, stjórnarformaður Finnair, og Hannes Smárason, forstjóri FL Group, hljóta að gleðjast yfir góðu gengi Finnair.
Sigurður Helgason, stjórnarformaður Finnair, og Hannes Smárason, forstjóri FL Group, hljóta að gleðjast yfir góðu gengi Finnair. Mynd/VIlhelm

Finnska flugfélagið Finnair, sem FL Group á tæplega fjórðungshlut í, gaf í dag út jákvæða afkomuviðvörun fyrir fjórða ársfjórðung sem og árið í heild. Áætlun hljóðaði upp á 6,3 milljarða króna gróða á árinu en nú bendir allt til þess að hagnaðurinn verði rúmlega 8,2 milljarðar.

Ástæðan er sú að rekstur félagsins á fjórða ársfjórðungi hefur gengið mun betur en reiknað var með. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs FL Group, segir í samtali við Vísi að það sé ánægjulegt að sjá að félagið hafi nú hækkað afkomuspá sína fyrir árið. Hann segir að meðal annars meigi rekja góðan árangur félagsins á árinu til vel heppnaðrar sóknar á Asíumarkaði þar sem það hafi sýnt góðan vöxt og einnig hafi FL Group sem hluthafi stutt vel við framtíðarsýn félagsins og stjórnendur.

 

Þetta eru góðar fréttir fyrir FL Group því stærstu eignir félagsins, American Airlines, Commerzbank og Glitnir, hafa lækkað verulega að verðmæti frá byrjun þessa ársfjórðungs, 1. október.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×