Viðskipti innlent

Straumur aðili að fleiri norrænum kauphöllum

MYND/Anton

Straumur - Burðarás verður frá og með deginum í dag aðili að fleiri kauphöllum en þeirri íslensku því hann verður einnig skráður í kauphallirnar í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki.

Straumur er fjórði íslenski aðilinn sem færir út kvíarnar innan OMX-kauphallarinnar frá því að Kauphöll Íslands sameinaðist henni í byrjun árs. Fyrr á árinu gengu MP Fjárfestingarbanki og Saga Capital fjárfestingarbanki til liðs við Nordic Exchange og NordVest verðbréf útvíkkuðu aðild sína til Stokkhólms í júlí.

Alls eru 164 bankar og verðbréfamiðlanir í viðskiptum á einum eða fleiri mörkuðum OMX-kauphallarinnar eftir því sem segir í tilkynningu frá OMX.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×