Viðskipti innlent

Efnahagsveðrabrigði í nánd

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Greiningardeild Kaupþings spáir því að Davíð Oddsson og hans fólk í Seðlabankanum muni halda stýrivöxtum óbreyttum.
Greiningardeild Kaupþings spáir því að Davíð Oddsson og hans fólk í Seðlabankanum muni halda stýrivöxtum óbreyttum.
Óbreyttum stýrivöxtum er spáð á vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans 20. desember í nýrri umfjöllun greiningardeildar Kaupþings.

„Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi bankans 1. nóvember," segir þar.

„Lausafjárskortur á alþjóðamörkuðum er enn viðvarandi og hlutabréfaverð hefur haldið áfram að lækka um allan heim. Það er nú ljóst að lausafjárkrísan mun brátt fara að verka sem hemill á íslenska hagkerfið þar sem lánakjör hafa versnað í útlöndum og íslenskar lánastofnanir eru orðnar mjög tregar til útlána líkt og systur þeirra ytra. Flest bendir til þess að veðrabrigði séu í nánd hérlendis með kólnun hagkerfisins."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×