Vilja banna Sutherland 15. desember 2007 00:01 Kiefer Sutherland Kanadískur þrýstihópur pressar á Ford að segja upp samningum við ökuníðinginn Kiefer Sutherland. Þrýstihópurinn Mothers Against Drunk Driving (MADD) hefur farið fram á að bandaríska stórleikaranum Kiefer Sutherland verði ekki leyft að auglýsa Ford-bifreiðar eftir að hafa fengið fangelsisdóm vegna ölvunaraksturs. Kiefer situr nú af sér 48 daga dóm í fangelsi í Kaliforníu, eftir að hafa gefið sig fram við lögreglu í Los Angeles, en hann fékk refsidóm eftir að hafa verið stöðvaður ölvaður undir stýri í september. Nú vill MADD stöðva sjónvarpsauglýsingar þar sem Sutherland ljær Ford-bílaverksmiðjunum rödd sína; til þess að hann læri af mistökum sínum.„Ford hefur nú frábært tækifæri til að senda herra Sutherland heiðarleg og kröftug skilaboð,“ segir Andrew Murie, framkvæmdastjóri MADD í Kanada. „Það er ekki hægt að afsaka það þegar menn koma sér í svona aðstæður og síst af öllu þegar þeir hafa vel efni á leigubíl eða að vera með einkabílstjóra.“ Í fréttatilkynningu frá Ford segir: „Á meðan Ford er með samning við Kiefer Sutherland, verður sá samningur virtur. Sutherland situr nú inni fyrir glæp sinn og við gleðjumst yfir því að hann sæki þar fræðslu og meðferð við sínum áfengisvanda.“ - þlg Bílar Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent
Kanadískur þrýstihópur pressar á Ford að segja upp samningum við ökuníðinginn Kiefer Sutherland. Þrýstihópurinn Mothers Against Drunk Driving (MADD) hefur farið fram á að bandaríska stórleikaranum Kiefer Sutherland verði ekki leyft að auglýsa Ford-bifreiðar eftir að hafa fengið fangelsisdóm vegna ölvunaraksturs. Kiefer situr nú af sér 48 daga dóm í fangelsi í Kaliforníu, eftir að hafa gefið sig fram við lögreglu í Los Angeles, en hann fékk refsidóm eftir að hafa verið stöðvaður ölvaður undir stýri í september. Nú vill MADD stöðva sjónvarpsauglýsingar þar sem Sutherland ljær Ford-bílaverksmiðjunum rödd sína; til þess að hann læri af mistökum sínum.„Ford hefur nú frábært tækifæri til að senda herra Sutherland heiðarleg og kröftug skilaboð,“ segir Andrew Murie, framkvæmdastjóri MADD í Kanada. „Það er ekki hægt að afsaka það þegar menn koma sér í svona aðstæður og síst af öllu þegar þeir hafa vel efni á leigubíl eða að vera með einkabílstjóra.“ Í fréttatilkynningu frá Ford segir: „Á meðan Ford er með samning við Kiefer Sutherland, verður sá samningur virtur. Sutherland situr nú inni fyrir glæp sinn og við gleðjumst yfir því að hann sæki þar fræðslu og meðferð við sínum áfengisvanda.“ - þlg
Bílar Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent