Viðskipti innlent

Kynþroska­heftur með ljósanotkun

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Eldisfiskur.
Eldisfiskur.
Með ljósanotkun í sjókvíum má seinka kynþroska og örva vöxt eldisþorsks. Þetta er meðal niður­staðna Codlight-Tech verkefnis sem Matís stýrir og kynnti á ráðstefnu fyrir helgi.

Með notkun sérstakra ljósa er eldisþorskurinn plataður til að halda að eilíft sumar ríki og því ekki kominn tími til að undirbúa hrygningu, en kynþroskaferli þorsksins hefst þegar degi tekur að halla á haustin.

„Þegar þorskur verður kynþroska hægir á vexti hans þannig að tíminn sem það tekur fyrir þorskinn að ná sláturstærð, yfir­leitt 3 til 4 kíló, lengist,“ segir í kynningu Matís á verkefninu. Mjög mikilvægt er því sagt að geta seinkað kynþroskanum því „ótímabær kynþroski“ valdi stöðnun í vexti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×