Ásókn í evrur eykst til muna milli ára Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. nóvember 2007 00:01 Ársreikningaskrá hefur á þessu ári heimilað 29 fyrirtækjum að færa reikninga sína í erlendri mynt á næsta reikningsári. Hjá stofnuninni liggja nú fyrir 53 umsóknir til viðbótar en félög höfðu ráðrúm til síðustu mánaðamóta með að skila inn umsókn vegna næsta reikningsárs. Markaðurinn/GVA „Hér liggja fyrir óafgreiddar umsóknir 53 félaga,“ segir Guðmundur Guðbjarnason, forstöðumaður Ársreikningaskrár hjá Ríkisskattstjóra um ásókn fyrirtækja í að færa ársreikninga og gera upp í erlendri mynt. Hann segir slíkan fjölda alveg einstakan og augljóst að ásókn í að gera upp í erlendri mynt sé stóraukin. „Hafa ber þó í huga að þarna er mikið af dótturfyrirtækjum. En töluvert er um það að stofnuð séu dótturfélög utan um erlendar eignir samstæðu og tekjur af þeim. Þetta er dálítið áberandi núna, þannig að 53 félög segja ekki alveg rétta sögu,“ bætir Guðmundur við. Þegar hafa verið afgreiddar á árinu umsóknir 29 félaga hjá Ársreikningaskrá. Um síðustu áramót höfðu 167 félög heimild til að gera upp í erlendri mynt. Tæp 60 prósent þeirra félaga gerði upp í Bandaríkjadal og tæpur þriðjungur í evrum. Ári áður var evran með tæplega fjórðungshlutdeild. Miðað við fjölgun ársins og hlutföll gjaldmiðla í fyrirliggjandi umsóknum má hins vegar gera ráð fyrir að hlutdeild evru í uppgjöri fyrirtækja sem færa reikninga í erlendri mynt verði nálægt 45 prósentum. Af þeim umsóknum sem eftir á að afgreiða hjá Ársreikningaskrá vilja um 85 prósent færa reikninga sína í evrum. „Evran er þarna mjög áberandi, en 45 sækja um hana og átta um aðra mynt,“ segir Guðmundur og bætir við að þarna sé nokkur breyting frá því sem áður var. „Dollarinn var nokkuð algengur í heildina.“ Guðmundur segir hins vegar ekki hægt að segja fyrir um það strax hverjir komist í gegn um nálaraugað hjá stofnuninni og því liggi hlutföll gjaldmiðla ekki endanlega fyrir. „Það er kannski ekki mikið um það, en kemur auðvitað fyrir að fyrirtæki uppfylli ekki skilyrði laganna,“ segir hann og vísar þar til ákvæða í áttundu grein laga um ársreikninga um heimild til færslu reikninga í erlendri mynt. Fái félögin 53 öll heimild Ársreikningaskrár til að færa reikninga í erlendri mynt fjölgar félögum með slíka heimild um 82 á þessu ári og verða 249 um áramót. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
„Hér liggja fyrir óafgreiddar umsóknir 53 félaga,“ segir Guðmundur Guðbjarnason, forstöðumaður Ársreikningaskrár hjá Ríkisskattstjóra um ásókn fyrirtækja í að færa ársreikninga og gera upp í erlendri mynt. Hann segir slíkan fjölda alveg einstakan og augljóst að ásókn í að gera upp í erlendri mynt sé stóraukin. „Hafa ber þó í huga að þarna er mikið af dótturfyrirtækjum. En töluvert er um það að stofnuð séu dótturfélög utan um erlendar eignir samstæðu og tekjur af þeim. Þetta er dálítið áberandi núna, þannig að 53 félög segja ekki alveg rétta sögu,“ bætir Guðmundur við. Þegar hafa verið afgreiddar á árinu umsóknir 29 félaga hjá Ársreikningaskrá. Um síðustu áramót höfðu 167 félög heimild til að gera upp í erlendri mynt. Tæp 60 prósent þeirra félaga gerði upp í Bandaríkjadal og tæpur þriðjungur í evrum. Ári áður var evran með tæplega fjórðungshlutdeild. Miðað við fjölgun ársins og hlutföll gjaldmiðla í fyrirliggjandi umsóknum má hins vegar gera ráð fyrir að hlutdeild evru í uppgjöri fyrirtækja sem færa reikninga í erlendri mynt verði nálægt 45 prósentum. Af þeim umsóknum sem eftir á að afgreiða hjá Ársreikningaskrá vilja um 85 prósent færa reikninga sína í evrum. „Evran er þarna mjög áberandi, en 45 sækja um hana og átta um aðra mynt,“ segir Guðmundur og bætir við að þarna sé nokkur breyting frá því sem áður var. „Dollarinn var nokkuð algengur í heildina.“ Guðmundur segir hins vegar ekki hægt að segja fyrir um það strax hverjir komist í gegn um nálaraugað hjá stofnuninni og því liggi hlutföll gjaldmiðla ekki endanlega fyrir. „Það er kannski ekki mikið um það, en kemur auðvitað fyrir að fyrirtæki uppfylli ekki skilyrði laganna,“ segir hann og vísar þar til ákvæða í áttundu grein laga um ársreikninga um heimild til færslu reikninga í erlendri mynt. Fái félögin 53 öll heimild Ársreikningaskrár til að færa reikninga í erlendri mynt fjölgar félögum með slíka heimild um 82 á þessu ári og verða 249 um áramót.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur