Mjólkurverð hækkar vegna verðhækkana á aðföngum Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. nóvember 2007 02:15 Hækkunarþörf heildsöluverðs mjólkur skýrist á allra næstu dögum þegar í ljós kemur hversu mikið áburður hækkar, segir Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Hann segir mjólkina kunna að hækka um 15 til 20 prósent í heildsölu um áramót. Ákvörðun um hækkun tekur verðlagsnefnd búvara, svokölluð sexmannanefnd. Í fyrrahaust var liður af aðgerðum ríkisins til að stuðla að lágu matarverði hér að festa heildsöluverð mjólkur, sem þá hafði ekki hækkað í heilt ár á undan. „Við tókum á okkur verðstöðvun og hún gildir til næstu áramóta. Hins vegar er alveg ljóst að við getum ekki tekið á okkur óbreytt verð í lengri tíma en það, því verð á aðföngum er að rjúka upp úr öllu valdi," segir Baldur Helgi og vísar meðal annars til þess að verð á kjarnfóðri hafi hækkað um tugi prósenta. „Áburðarverð skýrist svo á allra næstu dögum, en það verður líklega mjög svipað." Baldur segir verð á mjólkurvörum hafa hækkað á heimsmarkaði, fyrst og fremst verð á vörum þar sem mjólk er hráefni. Um leið hefur framleiðsla aukist erlendis og það hafi áhrif á verð aðfanga til framleiðslunnar. „Við hækkum ekki mjólkurverð hér bara af því það hefur hækkað annars staðar heldur vegna þess að tilkostnaður hefur aukist." Auk þess sem kostnaður við mjólkurframleiðslu sé að aukast segir Baldur Helgi stýrivexti hér farna að bíta bændur líkt og aðra. „Mjólkurframleiðsla er orðin mjög fjármagnsfrekur rekstur. Við skuldum einhverja 25 milljarða. Hvert prósentustig í vöxtum samsvarar tveimur krónum á lítrann. Okkur skiptir því ekki litlu máli að Seðlabankinn fari að slaka á klónni, hvenær í ósköpunum sem það nú gerist." Heildsöluverð á mjólk hefur verið óbreytt í nokkurn tíma sem liður í opinberum aðgerðum til að lækka hér matvælaverð. Um áramót er útlit fyrir að þar verði breyting á. Markaðurinn/PjeturAukin skuldsetning í bændastétt segir Baldur Helgi að stórum hluta til komna vegna mikillar uppbyggingar og endurnýjunar sem bændur hafi ráðist í við mjólkurframleiðsluna síðustu ár. Hann segir hins vegar erfitt að setja tölu á hækkunarþörf mjólkur í heildsölu fyrr en allir kostnaðarþættir liggi fyrir. „Áburðurinn er nokkuð stór þáttur í þessu. Þokkalegt bú kaupir áburð fyrir milljón og ef hann hækkar um 20 prósent er þar strax komin króna á lítra. Hins vegar eru komnar sögur á kreik um að hækkunin verði veruleg. Og gangi það eftir erum við að tala um 10, 15 til 20 prósent." Áburðarverð segir Baldur detta inn í mánuðinum, því alla jafna sé í boði afsláttur frá listaverði festi bændur pantanir fyrir fyrsta desember. „Síðan smáminnkar afslátturinn um hver mánaðamót fram í maí þegar afslátturinn er enginn og kominn sá tími að menn þurfi að nota áburðinn." Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Hækkunarþörf heildsöluverðs mjólkur skýrist á allra næstu dögum þegar í ljós kemur hversu mikið áburður hækkar, segir Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Hann segir mjólkina kunna að hækka um 15 til 20 prósent í heildsölu um áramót. Ákvörðun um hækkun tekur verðlagsnefnd búvara, svokölluð sexmannanefnd. Í fyrrahaust var liður af aðgerðum ríkisins til að stuðla að lágu matarverði hér að festa heildsöluverð mjólkur, sem þá hafði ekki hækkað í heilt ár á undan. „Við tókum á okkur verðstöðvun og hún gildir til næstu áramóta. Hins vegar er alveg ljóst að við getum ekki tekið á okkur óbreytt verð í lengri tíma en það, því verð á aðföngum er að rjúka upp úr öllu valdi," segir Baldur Helgi og vísar meðal annars til þess að verð á kjarnfóðri hafi hækkað um tugi prósenta. „Áburðarverð skýrist svo á allra næstu dögum, en það verður líklega mjög svipað." Baldur segir verð á mjólkurvörum hafa hækkað á heimsmarkaði, fyrst og fremst verð á vörum þar sem mjólk er hráefni. Um leið hefur framleiðsla aukist erlendis og það hafi áhrif á verð aðfanga til framleiðslunnar. „Við hækkum ekki mjólkurverð hér bara af því það hefur hækkað annars staðar heldur vegna þess að tilkostnaður hefur aukist." Auk þess sem kostnaður við mjólkurframleiðslu sé að aukast segir Baldur Helgi stýrivexti hér farna að bíta bændur líkt og aðra. „Mjólkurframleiðsla er orðin mjög fjármagnsfrekur rekstur. Við skuldum einhverja 25 milljarða. Hvert prósentustig í vöxtum samsvarar tveimur krónum á lítrann. Okkur skiptir því ekki litlu máli að Seðlabankinn fari að slaka á klónni, hvenær í ósköpunum sem það nú gerist." Heildsöluverð á mjólk hefur verið óbreytt í nokkurn tíma sem liður í opinberum aðgerðum til að lækka hér matvælaverð. Um áramót er útlit fyrir að þar verði breyting á. Markaðurinn/PjeturAukin skuldsetning í bændastétt segir Baldur Helgi að stórum hluta til komna vegna mikillar uppbyggingar og endurnýjunar sem bændur hafi ráðist í við mjólkurframleiðsluna síðustu ár. Hann segir hins vegar erfitt að setja tölu á hækkunarþörf mjólkur í heildsölu fyrr en allir kostnaðarþættir liggi fyrir. „Áburðurinn er nokkuð stór þáttur í þessu. Þokkalegt bú kaupir áburð fyrir milljón og ef hann hækkar um 20 prósent er þar strax komin króna á lítra. Hins vegar eru komnar sögur á kreik um að hækkunin verði veruleg. Og gangi það eftir erum við að tala um 10, 15 til 20 prósent." Áburðarverð segir Baldur detta inn í mánuðinum, því alla jafna sé í boði afsláttur frá listaverði festi bændur pantanir fyrir fyrsta desember. „Síðan smáminnkar afslátturinn um hver mánaðamót fram í maí þegar afslátturinn er enginn og kominn sá tími að menn þurfi að nota áburðinn."
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira