Skoðun

Eddutilnefningar 2007: Heimildarmynd ársins

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
HEIMA
Heimildarmynd Sigur Rósar um tveggja vikna tónleikaferðalag hljómsveitarinnar á Íslandi sumarið 2006. Sýnt frá ýmsum tónleikum, meðal annars á Miklatúni og Ásbyrgi. Þá er einnig sýnt frá einkatónleikum hljómsveitarinnar fyrir fjölskyldu og vini.

Leikstjóri - Dean DeBlois.

Framleiðendur - John Best, Dean O´Connor. Framleiðslufyrirtæki - Klikk Film, EMI Records og Truenorth

LIFANDI Í LIMBÓ
Hrafnhildur Gunnarsdóttir er einn leikstjóra og framleiðenda myndarinnar.
Líf fjögurra palestínskra flóttamanna og líbansks dreng í Shatila flóttamannabúðunum í Líbanon. Framtíðarvonir fólksins eftir rúman áratug í búðunum þar sem enn er ekki kominn friður á svæðinu. Fylgst er með fólkinu frá árinu 1993 þegar Oslóarfriðarsamkomulagið milli Ísraelsmanna og Palestínumanna benti til að friður kæmist fljótt á í Austurlöndum nær.

Leikstjórar - Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Tina Naccache og Erica Marcus.

Framleiðandur - Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Erica Marcus. Framleiðslufyrirtæki - Krumma film.

SYNDIR FEÐRANNA
Heimildarmynd um afdrif drengja sem voru á upptökuheimilinu að Breiðavík í Rauðasandshreppi 1955-1974. Saga heimilisins sögð í gegnum frásögn fimm manna sem voru vistaðir á heimilinu barnungir. Ljósmyndum frá tímabilinu er blandað saman við áróðursmynd sem gerð var til fjáröflunar fyrir heimilið á sjötta áratugnum.

Leikstjórar - Ari Alexander Ergis Magnússon og Bergsteinn Björgúlfsson

Framleiðendur - Bergsteinn Björgúlfsson og Hrönn Kristinsdóttir Framleiðslufyrirtæki Köggull efh. og Kvikmyndafélagið Tröllakirkja.




Skoðun

Skoðun

Al­einn í heiminum?

Lukka Sigurðardóttir,Katrín Harðardóttir ,Margrét Kristín Blöndal skrifar

Sjá meira


×