Lífið

Aukatónleikar Nýdanskrar

Björn Jörundur og aðrir liðsmenn Ný­danskrar fagna afmæli sveitarinnar með tónleikum í Reykjavík og á Akureyri.
Björn Jörundur og aðrir liðsmenn Ný­danskrar fagna afmæli sveitarinnar með tónleikum í Reykjavík og á Akureyri.
Tvennum aukatónleikum hefur verið bætt við fyrirhugaða tónleika hljómsveitarinnar Nýdanskrar. Sveitin fagnar tuttugu ára afmæli um þessar mundir, og heldur af því tilefni stórtónleika í Reykjavík og á Akureyri.

Í Reykjavík fara tónleikarnir fram í Borgarleikhúsinu 29. október, en leiðin liggur til Akureyrar 6. nóvember næstkomandi. Miðasala á tónleikana gekk afar vel, og varð uppselt á þá báða nú um helgina. Því hefur tvennum tónleikum verið bætt við listann. Upphaflegu tónleikarnir hefjast klukkan 20 í báðum tilvikum, en aukatónleikarnir klukkan 22.

Á tónleikunum munu hljómsveitarmeðlimir leika þekktustu lög Nýdanskrar, í bland við eigin uppáhaldslög. Á næstunni mun sveitin svo senda frá sér alla diska hljómsveitar­innar í einum kassa, auk safndisks með tveimur nýjum lögum í tilefni tímamótanna.

Miðasala á tónleikana fer fram á midi.is, í miðasölu Borgarleikhússins og miðasölu Leikfélags Akureyrar, eða á heimasíðum leikhúsanna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.