Innlent

Sætaskipan á ríkisstjórnarfundum ekki tilviljunum háð

MYND/GVA

Á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar í dag sátu þau Björn Bjarnason og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlið við hlið. Þetta mun hafa vakið þó nokkra athygli enda ekki langt síðan þau tvö börðust hart um völdin í Reykjavíkurborg. Björn sagði einnig nýlega í viðtali við Viðskiptablaðið að hann hefði ekki verið sérstakur talsmaður þess að fara í samstarf við Ingibjörgu Sólrúnu. Þarna mun tilviljun ein þó ekki hafa ráðið, því Björn Bjarnason tekur það sérstaklega fram á heimasíðu sinni í kvöld að gamla hefðir ráði því hverjir sitji hvar á fundum ríkisstjórnar.

Annar mikilvirkur bloggari, Guðmundur Magnússon, fer lengra með málið á sinni síðu. Hann segir að reglur um sætaskipan á ríkisstjórnarfundum hafi ekki verið birtar opinberlega, en að hann hafi fyrir því traustar heimildir að þær séu á þessa leið:

„Á hægri hönd forsætisráðherra á ríkisstjórnarfundum situr utanríkisráðherra en fjármálaráðherra á vinstri, við hlið utanríkisráðherra situr sá ráðherra, sem hefur lengstan starfsaldur sem ráðherra, sá með næstlengstan við hlið fjármálaráðherra og síðan koll af kolli, þá þingseta og loks lífaldur."

Guðmundur endar færslu sína á þann veg að samkvæmt þessu hafi það ekki verið val þeirra Björns og Ingibjargar að gerast sessunautar á fundinum, þau hafi bara verið að fara eftir reglum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×