Innlent

CANTAT-3 bilar aftur

CANTAT-3 sæstrengurinn, sem liggur frá Kanada til Bretlands með greiningum til Íslands og Færeyja, bilaði í morgun. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Farice er bilunin milli Íslands og Evrópu og rofnaði því fjarskiptaumferð um strenginn til Evrópu en umferð um strenginn er eðlileg til Bandaríkjanna.

Unnið er að því að leita uppi bilunina. Farice bendir á að viðskiptavinir félagsins noti bæði Farice-strenginn og CANTAT-3 til fjarskipta og verði truflanir af völdum bilunarinnar því ekki miklar hjá þeim.

Stutt er síðan gert var við CANTAT-3 eftir að hann bilaði í desember en slæmt sjólag var þess valdandi að ekki var hægt að gera við hann fyrr en í apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×