Ísland og listi hinna staðföstu Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 20. september 2007 00:01 Á miðvikudag í síðustu viku mátti lesa forsíðufrétt í Fréttablaðinu þar sem utanríkisráðherra kom því á framfæri að Íslendingar væru ekki lengur á lista hinna vígfúsu þjóða. Átti fréttin væntanlega að vitna um stefnubreytingu nýrrar ríkisstjórnar og því hefði nafn Íslands verið fjarlægt. Tveimur dögum síðar kom önnur frétt í Fréttablaðinu þess efnis að Ísland væri enn á listanum. Hvað útskýrir þessar mísvísandi fréttir? Frá því að stjórnvöld studdu innrásina í Írak árið 2003 einkenndi það forvera Ingibjargar á ráðherrastóli að veita misvísandi upplýsingar um málið og samskipti stjórnvalda við Bandaríkjastjórn. Halldór Ásgrímsson varð til að mynda margsaga þegar hann lýsti ástæðum þess, og með hvaða hætti, Ísland studdi stríðið. Skrítið er ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætlar að feta í þessi fótspor með því að koma með tilhæfulausar yfirlýsingar, enda á hún ekki aðild að upphafi málsins. Utanríkisráðherra þarf að gera grein fyrir því af hverju hermt var eftir henni að Ísland væri ekki lengur á listanum þegar svo reynist enn vera. Hverjar voru hennar heimildir? Því er skilaboðum, sem svo reynast röng, sérstaklega komið á framfæri við fjölmiðla? Eða telur utanríkisráðherra þörf á að leiðrétta frétt Fréttablaðsins um að Ísland sé enn á listanum? Ef ekki er ljóst að fréttin stendur og ekkert hefur orðið af lofaðri stefnubreytingu nýrrar ríkisstjórnar. Ekki er einungis bryddað á þessum spurningum vegna umrædds lista. Það er einnig spurt sökum þess að allt stefnir í enn einn hernaðarleiðangur Bandaríkjastjórnar í Mið-Austurlöndum. Ágætt væri því að hafa á hreinu að nýr utanríkisráðherra fylgi ekki ósiðum gamalla herra og veiti rangar upplýsingar um samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkjastjórn eða aðra um slík mál. Og einnig hvort samstaða sé innan ríkisstjórnarinnar um að yfirlýsingar utanríkisráðherra gildi í þessum efnum.Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Á miðvikudag í síðustu viku mátti lesa forsíðufrétt í Fréttablaðinu þar sem utanríkisráðherra kom því á framfæri að Íslendingar væru ekki lengur á lista hinna vígfúsu þjóða. Átti fréttin væntanlega að vitna um stefnubreytingu nýrrar ríkisstjórnar og því hefði nafn Íslands verið fjarlægt. Tveimur dögum síðar kom önnur frétt í Fréttablaðinu þess efnis að Ísland væri enn á listanum. Hvað útskýrir þessar mísvísandi fréttir? Frá því að stjórnvöld studdu innrásina í Írak árið 2003 einkenndi það forvera Ingibjargar á ráðherrastóli að veita misvísandi upplýsingar um málið og samskipti stjórnvalda við Bandaríkjastjórn. Halldór Ásgrímsson varð til að mynda margsaga þegar hann lýsti ástæðum þess, og með hvaða hætti, Ísland studdi stríðið. Skrítið er ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætlar að feta í þessi fótspor með því að koma með tilhæfulausar yfirlýsingar, enda á hún ekki aðild að upphafi málsins. Utanríkisráðherra þarf að gera grein fyrir því af hverju hermt var eftir henni að Ísland væri ekki lengur á listanum þegar svo reynist enn vera. Hverjar voru hennar heimildir? Því er skilaboðum, sem svo reynast röng, sérstaklega komið á framfæri við fjölmiðla? Eða telur utanríkisráðherra þörf á að leiðrétta frétt Fréttablaðsins um að Ísland sé enn á listanum? Ef ekki er ljóst að fréttin stendur og ekkert hefur orðið af lofaðri stefnubreytingu nýrrar ríkisstjórnar. Ekki er einungis bryddað á þessum spurningum vegna umrædds lista. Það er einnig spurt sökum þess að allt stefnir í enn einn hernaðarleiðangur Bandaríkjastjórnar í Mið-Austurlöndum. Ágætt væri því að hafa á hreinu að nýr utanríkisráðherra fylgi ekki ósiðum gamalla herra og veiti rangar upplýsingar um samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkjastjórn eða aðra um slík mál. Og einnig hvort samstaða sé innan ríkisstjórnarinnar um að yfirlýsingar utanríkisráðherra gildi í þessum efnum.Höfundur er heimspekingur.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun