Dauðfeginn að vera laus frá félaginu 2. september 2007 11:15 Gylfi Einarsson Gylfi Einarsson var leystur undan samningi við Leeds United á föstudagskvöldið og er því í leit að félagi þessa dagana. Þar með lauk skrautlegum tíma í lífi Gylfa, sem kom til félagsins árið 2004 frá Lilleström. Gylfi byrjaði feril sinn hjá Leeds vel og skoraði strax í sínum öðrum leik með liðinu. Það var á endanum hans eina mark fyrir þetta fornfræga félag. Það gekk ágætlega hjá Gylfa fyrsta árið en síðan seig á ógæfuhliðina, Gylfi meiddist og hann er búinn að vera meira og minna meiddur síðustu mánuði. Hann spilaði þar af leiðandi ekki nema 25 leiki fyrir félagið á sínum tíma þar. Gylfi var ekki inni í framtíðaráætlunum stjórans Dennis Wise og þar af leiðandi fékk hann sig lausan frá félaginu. „Ef ég á að segja eins og er þá er ég dauðfeginn að vera laus. Þetta er búið að vera erfiður tími og þar sem Wise ætlaði ekki að nota mig var fínt að losna,“ sagði Gylfi við Fréttablaðið í gær en hann hefur náð sér góðum af meiðslunum og er klár í slaginn. „Nú vantar mig bara búning svo ég geti farið að spila. Ég þarf sárlega á því að halda að komast að þar sem ég fæ að spila. Ég er með nokkur járn í eldinum sem ég get ekkert tjáð mig um að svo stöddu en get þó sagt að ég er ekki að koma heim, það er alveg klárt mál,“ sagði Gylfi en hann vonast til að fá lendingu í sínum málum snemma í næstu viku. Leeds byrjaði tímabilið með 15 stig í mínus en hefur farið vel af stað og er búið að vinna alla leiki sína í deildinni. Gylfi hefur trú á því að liðið geti farið upp. „Leeds hefur alveg mannskapinn í það. Wise er búinn að hreinsa alveg út og þetta er bara nýtt lið hjá honum. Það hefur gengið mjög vel hjá þeim og ég sé þá alveg fara upp. Ég vona það því Leeds er allt of stórt félag til þess að leika í kjallaranum,“ sagði Gylfi en Leeds leikur í ensku C-deildinni. Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira
Gylfi Einarsson var leystur undan samningi við Leeds United á föstudagskvöldið og er því í leit að félagi þessa dagana. Þar með lauk skrautlegum tíma í lífi Gylfa, sem kom til félagsins árið 2004 frá Lilleström. Gylfi byrjaði feril sinn hjá Leeds vel og skoraði strax í sínum öðrum leik með liðinu. Það var á endanum hans eina mark fyrir þetta fornfræga félag. Það gekk ágætlega hjá Gylfa fyrsta árið en síðan seig á ógæfuhliðina, Gylfi meiddist og hann er búinn að vera meira og minna meiddur síðustu mánuði. Hann spilaði þar af leiðandi ekki nema 25 leiki fyrir félagið á sínum tíma þar. Gylfi var ekki inni í framtíðaráætlunum stjórans Dennis Wise og þar af leiðandi fékk hann sig lausan frá félaginu. „Ef ég á að segja eins og er þá er ég dauðfeginn að vera laus. Þetta er búið að vera erfiður tími og þar sem Wise ætlaði ekki að nota mig var fínt að losna,“ sagði Gylfi við Fréttablaðið í gær en hann hefur náð sér góðum af meiðslunum og er klár í slaginn. „Nú vantar mig bara búning svo ég geti farið að spila. Ég þarf sárlega á því að halda að komast að þar sem ég fæ að spila. Ég er með nokkur járn í eldinum sem ég get ekkert tjáð mig um að svo stöddu en get þó sagt að ég er ekki að koma heim, það er alveg klárt mál,“ sagði Gylfi en hann vonast til að fá lendingu í sínum málum snemma í næstu viku. Leeds byrjaði tímabilið með 15 stig í mínus en hefur farið vel af stað og er búið að vinna alla leiki sína í deildinni. Gylfi hefur trú á því að liðið geti farið upp. „Leeds hefur alveg mannskapinn í það. Wise er búinn að hreinsa alveg út og þetta er bara nýtt lið hjá honum. Það hefur gengið mjög vel hjá þeim og ég sé þá alveg fara upp. Ég vona það því Leeds er allt of stórt félag til þess að leika í kjallaranum,“ sagði Gylfi en Leeds leikur í ensku C-deildinni.
Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira