Viðskipti innlent

Rúmlega tvöfaldur hagnaður

Gísli Kjartansson
Gísli Kjartansson

Hagnaður Sparisjóðs Mýrasýslu nam tæpum 2,4 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Þetta er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra þegar hann nam 921 milljón króna.

Heildareignir Sparisjóðsins nema 42,5 milljörðum króna og höfðu þær aukist um um sautján prósent frá áramótum. Eigið fé nam tæpum 7,8 milljörðum í lok júní samanborið við tæpa 5,4 milljarða í lok síðasta árs. Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli nemur 89,5 prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×