Stuðningur til námsgagnakaupa Katrín Júlíusdóttir skrifar 31. ágúst 2007 00:01 Nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum." Þessa setningu er að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem samþykkt var af báðum þessum flokkum nú í vor. Þessi stjórnarsáttmáli er mjög merkilegur. Eiginlega merkilegri en stjórnarsáttmálar sem við höfum séð lengi - finnst mér, því hann einkennist af miklum metnaði og framsýni. Sáttmálinn ber þess merki að nýr flokkur er kominn í ríkisstjórn. Sá flokkur er Samfylkingin.Stöndum við orð okkar Undanfarna viku hefur birst sérkennileg umfjöllun hér á síðum Fréttablaðsins um þá hugmynd Samfylkingarinnar að bjóða ókeypis skólabækur í framhaldsskólum, til að draga úr námskostnaði framhaldsskólanema og foreldra þeirra. Framsóknarmenn með Höskuld Þórhallsson nýliða á Alþingi í fararbroddi hafa farið mikinn og sakað Samfylkinguna um svik á þessu kosningaloforði á þeim forsendum að ekkert sé um málið fjallað í stjórnarsáttmálanum. Fyrirsögn þessarar greinar staðfestir hið gagnstæða; í kaflanum um barnvænt samfélag er einmitt sérstaklega hreyft þessu umbótamáli og það er sameiginlegur ásetningur stjórnarflokkanna að þessi stuðningur muni ekki einvörðungu ná til skólabóka heldur annarra námsgagna að auki. Þar með verði gætt jafnræðis milli allra nemenda á framhaldsskólastigi, óháð námsgreinum, en margir nemendur svo sem í verk- og listnámi bera mikinn kostnað af öðrum námsgögnum en skólabókum. Ég hef upplýsingar um það að vinna við útfærslu þessa framfaramáls er þegar hafin í menntamálaráðuneytinu og má vænta frekari fregna af málinu þaðan.Hvað gerði Framsókn? Að lokum vil ég fagna áhuga framsóknarmanna á þessu máli nú en það er athyglisvert að flokkurinn sem sat samfellt í tólf ár í ríkisstjórn, skyldi fyrst átta sig á því eftir að ríkisstjórnarsetu hans lauk að stuðningur af þessu tagi við framhaldsskólanema væri góð hugmynd. Velkomin í hópinn!Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum." Þessa setningu er að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem samþykkt var af báðum þessum flokkum nú í vor. Þessi stjórnarsáttmáli er mjög merkilegur. Eiginlega merkilegri en stjórnarsáttmálar sem við höfum séð lengi - finnst mér, því hann einkennist af miklum metnaði og framsýni. Sáttmálinn ber þess merki að nýr flokkur er kominn í ríkisstjórn. Sá flokkur er Samfylkingin.Stöndum við orð okkar Undanfarna viku hefur birst sérkennileg umfjöllun hér á síðum Fréttablaðsins um þá hugmynd Samfylkingarinnar að bjóða ókeypis skólabækur í framhaldsskólum, til að draga úr námskostnaði framhaldsskólanema og foreldra þeirra. Framsóknarmenn með Höskuld Þórhallsson nýliða á Alþingi í fararbroddi hafa farið mikinn og sakað Samfylkinguna um svik á þessu kosningaloforði á þeim forsendum að ekkert sé um málið fjallað í stjórnarsáttmálanum. Fyrirsögn þessarar greinar staðfestir hið gagnstæða; í kaflanum um barnvænt samfélag er einmitt sérstaklega hreyft þessu umbótamáli og það er sameiginlegur ásetningur stjórnarflokkanna að þessi stuðningur muni ekki einvörðungu ná til skólabóka heldur annarra námsgagna að auki. Þar með verði gætt jafnræðis milli allra nemenda á framhaldsskólastigi, óháð námsgreinum, en margir nemendur svo sem í verk- og listnámi bera mikinn kostnað af öðrum námsgögnum en skólabókum. Ég hef upplýsingar um það að vinna við útfærslu þessa framfaramáls er þegar hafin í menntamálaráðuneytinu og má vænta frekari fregna af málinu þaðan.Hvað gerði Framsókn? Að lokum vil ég fagna áhuga framsóknarmanna á þessu máli nú en það er athyglisvert að flokkurinn sem sat samfellt í tólf ár í ríkisstjórn, skyldi fyrst átta sig á því eftir að ríkisstjórnarsetu hans lauk að stuðningur af þessu tagi við framhaldsskólanema væri góð hugmynd. Velkomin í hópinn!Höfundur er alþingismaður.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun