Viðskipti innlent

Hluti Sindra-Stáls seldur

Guðmundur Arason ehf. hefur keypt efnisdeild Sindra-Stáls hf. Kaupverð er ekki uppgefið.

Í tilkynningu kemur fram að með kaupunum muni Guðmundur Arason ehf., stórauka og efla þjónustustig sitt og vöruúrval á málm- og efnissviði, en Sindra-Stál muni eftirleiðis einbeita sér að sölu verkfæra og festingavöru, auk byggingavöru og tæknilausna.

Sindra-Stál var stofnað árið 1949 og Guðmundur Arason 1970. Bæði eru rótgróin þjónustufyrirtæki í sölu stáls og málma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×