Viðskipti innlent

Forverinn með hærri laun

Sameinaði lífeyrissjóðurinn greiddi Jóhannesi Siggeirssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, hærri laun en núverandi framkvæmdastjóra á síðasta ári. Launagreiðslur til Jóhannesar, sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri Sameinaða í febrúar 2005, námu 16,3 milljónum króna í fyrra en Kristján Örn Sigurðsson, sem gegnir nú starfi framkvæmdastjóra, fékk 14,7 milljónir.

Eins og greint var frá í fjölmiðlum á sínum tíma gerðu þáverandi formaður og varaformaður Sameinaða lífeyrissjóðsins viðauka við ráðningarsamning fyrrverandi framkvæmdastjóra árið 2000. Fram kom í fréttabréfi Sameinaða lífeyrissjóðsins í júlí 2005 að þáverandi stjórn sjóðsins var ekki kunnugt um þennan viðauka. Hann fól í sér að við starfslok framkvæmdastjóra skyldi hann halda fullum launum í þrjátíu mánuði, sem eru alls 43 milljónir króna, að meðtöldum uppsagnarfresti samkvæmt frétt Morgunblaðsins á sama tíma.

Reikna má því með að Jóhannes verði á launaskrá sjóðsins bróðurpart þessa árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×