Viðskipti innlent

Vinna hafin við átöppunarverksmiðju

Jón Ólafsson brosti sínu breiðasta er hann tók fyrstu skóflustunguna að átöppunarverksmiðju Icelandic Water Holdings við Þorlákshöfn á föstudag.
Jón Ólafsson brosti sínu breiðasta er hann tók fyrstu skóflustunguna að átöppunarverksmiðju Icelandic Water Holdings við Þorlákshöfn á föstudag. mynd/Sunnlenska fréttablaðið

Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri 6.600 fermetra átöppunarverksmiðju félagsins í Þorlákshöfn á föstudag.

Stefnt er að því að verksmiðjan verði fullbúin næsta sumar og geti náð í áföngum allt að 250 milljón lítra afkastagetu á ári en reiknað er með að um 35 til 40 manns muni starfa við framleiðsluna.

Greint var frá því í síðasta mánuði að Icelandic Water Holdings hefði gert tímamótasamning við bandaríska drykkjavörurisann Anheuser-Busch, sem hvað þekktast er fyrir framleiðslu á Budweiser-bjór. Fyrirtækið hefur eignast fimmtungshlut í vatnsfyrirtæki Jóns og sonar hans í Þorlákshöfn en það tekur jafnframt að sér að dreifa vatni þeirra undir merkjum Icelandic Glacial um öll Bandaríkin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×