Verslunarmannahelgin og útihátíðir 3. ágúst 2007 05:15 Nú fer í hönd sú helgi sem lengst af hefur verið mesta fylliríishelgi unglinga. Hvernig erum við í stakk búin til að mæta henni? Í ár mun fjöldi ungmenna, allt niður í 13 ára, hópast á útihátíðir án fylgdar fullorðinna. Fleiri mótshaldarar leggja nú áherslu á að um fjölskylduhátíð sé að ræða og gefa með því í skyn hver æskilegur markhópur er. Fæstar hátíðanna hafa þó ákveðin aldurstakmörk. Með því að setja reglur um aldurstakmark er foreldrum gert auðveldara fyrir að setja börnum sínum mörk. Dæmi eru nefnilega um að börn hafi knúið fram fararleyfi með því að bregðast við banni foreldra sinna á ógnandi hátt. Aðrir foreldrar treysta barni sínu og vonast til að aðstæður verði þeim vinsamlegar.Umræðan um aldurstakmark á skipulagðar útihátíðir er ekki ný af nálinni. Fyrrverandi félagsmálaráðherra tjáði sig um málið á sínum tíma og sagði m.a. að börn yngri en 18 ára ættu ekkert erindi án foreldra sinna eða nákominna fullorðinna á útihátíðir. Í fyrirspurn sem undirrituð lagði fyrir hann á Alþingi í fyrra kom einnig fram í skriflegu svari hans að hann hefði mikinn áhuga á að skoða aldurstakmörk á þessum hátíðum. Nú er málið í höndum nýs félagsmálaráðherra og mun tíminn leiða í ljós hver hennar afstaða er til þessara mála. Mótshaldarar hljóta að bera ábyrgð á því sem fram fer á útihátíðinni. Foreldrar eru ábyrgir fyrir veittu fararleyfi. Fjöldi sjálfboðaliða og grasrótarsamtaka eru ekki ábyrgðaraðilar. Þrotlaust og óeigingjarnt starf þeirra er seint þakkað og oft ekki virt sem skyldi. Dæmi eru um að forvarnahópum sé gert að greiða aðgangseyri inn á svæðið enda þótt erindi þeirra sé einvörðungu að sinna hjálparstarfi. Nú er öldin önnur. Lengi vel var það bara áfengi sem fólki stóð ógn af á þessum útihátíðum. Nú eru það eiturlyf af ýmsu tagi sem ógna ekki síður. Með neyslu þeirra aukast líkur á ofbeldi. Því skal ekki undra að margur sé hugsi yfir útihátíðum á borð við þær sem nú fara víða um helgina. Ef horft er til fyrri ára hefur fréttaflutningur í kjölfar verslunarmannahelgar verið allsérstakur. Þrátt fyrir að nauðganir, ofbeldistilvik og fíkniefnamál hafi komið upp hafa mótshaldarar keppst um að sannfæra almenning um hvað hátíðin hafi farið vel fram, betur en menn þorðu að vona o.s.frv. Viðmiðin virðast greinilega ekki vera þau sömu fyrir og eftir þessa einstæðu helgi.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Nú fer í hönd sú helgi sem lengst af hefur verið mesta fylliríishelgi unglinga. Hvernig erum við í stakk búin til að mæta henni? Í ár mun fjöldi ungmenna, allt niður í 13 ára, hópast á útihátíðir án fylgdar fullorðinna. Fleiri mótshaldarar leggja nú áherslu á að um fjölskylduhátíð sé að ræða og gefa með því í skyn hver æskilegur markhópur er. Fæstar hátíðanna hafa þó ákveðin aldurstakmörk. Með því að setja reglur um aldurstakmark er foreldrum gert auðveldara fyrir að setja börnum sínum mörk. Dæmi eru nefnilega um að börn hafi knúið fram fararleyfi með því að bregðast við banni foreldra sinna á ógnandi hátt. Aðrir foreldrar treysta barni sínu og vonast til að aðstæður verði þeim vinsamlegar.Umræðan um aldurstakmark á skipulagðar útihátíðir er ekki ný af nálinni. Fyrrverandi félagsmálaráðherra tjáði sig um málið á sínum tíma og sagði m.a. að börn yngri en 18 ára ættu ekkert erindi án foreldra sinna eða nákominna fullorðinna á útihátíðir. Í fyrirspurn sem undirrituð lagði fyrir hann á Alþingi í fyrra kom einnig fram í skriflegu svari hans að hann hefði mikinn áhuga á að skoða aldurstakmörk á þessum hátíðum. Nú er málið í höndum nýs félagsmálaráðherra og mun tíminn leiða í ljós hver hennar afstaða er til þessara mála. Mótshaldarar hljóta að bera ábyrgð á því sem fram fer á útihátíðinni. Foreldrar eru ábyrgir fyrir veittu fararleyfi. Fjöldi sjálfboðaliða og grasrótarsamtaka eru ekki ábyrgðaraðilar. Þrotlaust og óeigingjarnt starf þeirra er seint þakkað og oft ekki virt sem skyldi. Dæmi eru um að forvarnahópum sé gert að greiða aðgangseyri inn á svæðið enda þótt erindi þeirra sé einvörðungu að sinna hjálparstarfi. Nú er öldin önnur. Lengi vel var það bara áfengi sem fólki stóð ógn af á þessum útihátíðum. Nú eru það eiturlyf af ýmsu tagi sem ógna ekki síður. Með neyslu þeirra aukast líkur á ofbeldi. Því skal ekki undra að margur sé hugsi yfir útihátíðum á borð við þær sem nú fara víða um helgina. Ef horft er til fyrri ára hefur fréttaflutningur í kjölfar verslunarmannahelgar verið allsérstakur. Þrátt fyrir að nauðganir, ofbeldistilvik og fíkniefnamál hafi komið upp hafa mótshaldarar keppst um að sannfæra almenning um hvað hátíðin hafi farið vel fram, betur en menn þorðu að vona o.s.frv. Viðmiðin virðast greinilega ekki vera þau sömu fyrir og eftir þessa einstæðu helgi.Höfundur er sálfræðingur.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun