Viðheldur fáfræði kristninni? Sigurður Pálsson skrifar 25. júlí 2007 05:45 Vísindasagnfræðingurinn dr. Steindór J. Erlingsson skrifaði í Fréttablaðið 16. júlí s.l. í grein með sama heiti og þessi. Þar segir hann frá nýfenginni þekkingu sinni á ritunarsögu Nýja testamentisins og textafræðilegum úrlausnarefnum sem hann hefur frá bandaríska guðfræðiprófessornum Bart D. Ehrmann, einnig þeirri „að Jesús var nokkuð líklega til!“ Ehrmann þessi mun vera í röð fremstu sérfræðinga í textafræðum Nýja testamentisins. Ekki er ástæða til að draga það í efa. Það er einkum tvennt sem virðist hafa vakið athygli og ánægju Steindórs. Annars vegar umræða Ehrmanns um heimsslitakenningar Jesú og hins vegar upplýsingar um ritunarsögu Nýja testamentisins og uppgötvanir textafræðinga á ólíkum lesháttum milli einstakra handrita sem fundist hafa. Tilgreinir hann sem dæmi að fræðimenn álíti að síðustu tólf versin í Matteusarguðspjalli séu að líkindum seinni tíma viðbót. Er svo að skilja að þessu og öðru hafi verið haldið leyndu fyrir almenningi í blekkingarskyni. Í fræðilegum útgáfum af grískum texta Nýja testamentisins er gerð grein fyrir margvíslegum textaafbrigðum. Þau eru ekkert leyndarmál. Fleiri forn handrit hafa fundist af ritum Nýja testamentisins, og annarra rita sem því tengjast, en af nokkrum öðrum fornum ritum. Þessar fræðilegu textaútgáfur eru síðan notaðar við Biblíuþýðingar og endurskoðun þýðinga um allan heim. Það vill svo til að í íslensku Biblíunni er getið um þetta umrædda textaafbrigði neðanmáls í Markúsarguðspjalli. Svo er um mörg önnur textaafbrigði. Hvert er leyndarmálið sem verið er að ljóstra upp? Að túlka niðurstöðurMargar af niðurstöðum Ehrmanns koma þeim ekki á óvart sem gluggað hafa í ritunarsögu Nýja testamentisins. Það kemur heldur ekki á óvart að fræðimenn dragi ólíkar ályktanir af niðurstöðum sínum. Þess vegna er hægt að finna virta vísindamenn sem komast að hliðstæðum niðurstöðum en draga af þeim ólíkar ályktanir. Menn eru nefnilega á hálum ís, sem erfitt getur verið að fóta sig á, þegar ályktanir eru dregnar af líkum, að ekki sé talað um ályktanir sem dregnar eru af týndum heimildum. Ályktanir fræðimanna, sagnfræðinga sem annarra, eru yfirleitt túlkun á niðurstöðum. Í sagnfræði er þessi túlkun m.a. fengin með hjálp túlkunarfræðanna, auk þess sem forsendur sem menn gefa sér og jafnvel lífsviðhorf rannsakandans geta haft áhrif. Það er eðli vísindanna að takast á um álitamál til að komast nær sannleikanum. Þetta veit vísindasagnfræðigurinn að sjálfsögðu. Sama gildir um framlag hins merka guðfræðings og mannvinar Alberts Schweitzers. Hann uppgötvaði ekki fyrstur heimsslitaþáttinn í kenningu Jesú, enda hefur kirkjan aldrei þagað um hann. Schweitzer rannsakaði hins vegar þennan þátt sérstaklega og varpað nýju ljósi á sumt og vakti það athygli fyrir einni öld. Þær víðtæku ályktanir sem hann dró af niðurstöðum sínum eru hins vegar umdeildar. Sjálfur hef ég kosið að draga þá ályktun af niðurstöðum textafræðanna að grundvallarvitnisburður Nýja testamentisins sé í hæsta máta trúverðugur, vegna þess að þrátt fyrir margvíslegar uppgötvanir textafræðanna á textaafbrigðum, hafa þær ekki haggað grundvallaratriðum kristinnar trúar. Ég er þar í félagsskap mér lærðari manna. Samsæri kristinna kennimannaTilefni greinar Steindórs virðist þó ekki fyrst og fremst vera áhugi á textasögu Nýja testamentisins heldur ákafi hans að sýna fram á að kristin trú og boðun kirkjunnar hafi frá örófi alda verið byggð á vísvitandi blekkingum. Þær leynast víða samsæriskenningarnar. Hvers vegna er ekki hægt að álykta sem svo að mönnum í frumkirkjunni hafi verið í mun að varðveita boðskap frumvotta kristinnar trúar eins vel og kostur var? Gerir það niðurstöðurnar ótrúverðugri að deilt hafi verið um leiðir til þess? Bendir reglan sem menn settu sér þegar ritin voru valin í Nýja testamentið á 4. öld ekki einmitt til vilja til að hafa það heldur er sannara reynist, þ.e. sú regla að velja eingöngu rit sem postuli hefði ritað eða postulalærisveinn, eða rit sem verið hefðu í notkun í söfnuði sem postuli hefði stofnað? Það er dapurlegt að menn skuli þurfa að tala um kristna kennimenn sem blekkingasmiði „sem er í mun að viðhalda sýndarmyndinni sem kirkjan hefur í gegnum aldirnar dregið upp til að viðhalda kristinni trú“, eins og Steindór kemst að orði. Það er dapurlegt að menn sjái sig tilneydda að tala um kristinn almenning sem einhvers konar fáfróða, jarmandi sauði sem sneyddir eru allri gagnrýninni hugsun og láti fíflast af kenningum blekkingasmiða. Einhvern veginn finnst manni bágt ef menn þarfnast slíkra viðhorfa til að verja sína eigin guðlausu trúarsannfæringu.Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur í Hallgrímskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Vísindasagnfræðingurinn dr. Steindór J. Erlingsson skrifaði í Fréttablaðið 16. júlí s.l. í grein með sama heiti og þessi. Þar segir hann frá nýfenginni þekkingu sinni á ritunarsögu Nýja testamentisins og textafræðilegum úrlausnarefnum sem hann hefur frá bandaríska guðfræðiprófessornum Bart D. Ehrmann, einnig þeirri „að Jesús var nokkuð líklega til!“ Ehrmann þessi mun vera í röð fremstu sérfræðinga í textafræðum Nýja testamentisins. Ekki er ástæða til að draga það í efa. Það er einkum tvennt sem virðist hafa vakið athygli og ánægju Steindórs. Annars vegar umræða Ehrmanns um heimsslitakenningar Jesú og hins vegar upplýsingar um ritunarsögu Nýja testamentisins og uppgötvanir textafræðinga á ólíkum lesháttum milli einstakra handrita sem fundist hafa. Tilgreinir hann sem dæmi að fræðimenn álíti að síðustu tólf versin í Matteusarguðspjalli séu að líkindum seinni tíma viðbót. Er svo að skilja að þessu og öðru hafi verið haldið leyndu fyrir almenningi í blekkingarskyni. Í fræðilegum útgáfum af grískum texta Nýja testamentisins er gerð grein fyrir margvíslegum textaafbrigðum. Þau eru ekkert leyndarmál. Fleiri forn handrit hafa fundist af ritum Nýja testamentisins, og annarra rita sem því tengjast, en af nokkrum öðrum fornum ritum. Þessar fræðilegu textaútgáfur eru síðan notaðar við Biblíuþýðingar og endurskoðun þýðinga um allan heim. Það vill svo til að í íslensku Biblíunni er getið um þetta umrædda textaafbrigði neðanmáls í Markúsarguðspjalli. Svo er um mörg önnur textaafbrigði. Hvert er leyndarmálið sem verið er að ljóstra upp? Að túlka niðurstöðurMargar af niðurstöðum Ehrmanns koma þeim ekki á óvart sem gluggað hafa í ritunarsögu Nýja testamentisins. Það kemur heldur ekki á óvart að fræðimenn dragi ólíkar ályktanir af niðurstöðum sínum. Þess vegna er hægt að finna virta vísindamenn sem komast að hliðstæðum niðurstöðum en draga af þeim ólíkar ályktanir. Menn eru nefnilega á hálum ís, sem erfitt getur verið að fóta sig á, þegar ályktanir eru dregnar af líkum, að ekki sé talað um ályktanir sem dregnar eru af týndum heimildum. Ályktanir fræðimanna, sagnfræðinga sem annarra, eru yfirleitt túlkun á niðurstöðum. Í sagnfræði er þessi túlkun m.a. fengin með hjálp túlkunarfræðanna, auk þess sem forsendur sem menn gefa sér og jafnvel lífsviðhorf rannsakandans geta haft áhrif. Það er eðli vísindanna að takast á um álitamál til að komast nær sannleikanum. Þetta veit vísindasagnfræðigurinn að sjálfsögðu. Sama gildir um framlag hins merka guðfræðings og mannvinar Alberts Schweitzers. Hann uppgötvaði ekki fyrstur heimsslitaþáttinn í kenningu Jesú, enda hefur kirkjan aldrei þagað um hann. Schweitzer rannsakaði hins vegar þennan þátt sérstaklega og varpað nýju ljósi á sumt og vakti það athygli fyrir einni öld. Þær víðtæku ályktanir sem hann dró af niðurstöðum sínum eru hins vegar umdeildar. Sjálfur hef ég kosið að draga þá ályktun af niðurstöðum textafræðanna að grundvallarvitnisburður Nýja testamentisins sé í hæsta máta trúverðugur, vegna þess að þrátt fyrir margvíslegar uppgötvanir textafræðanna á textaafbrigðum, hafa þær ekki haggað grundvallaratriðum kristinnar trúar. Ég er þar í félagsskap mér lærðari manna. Samsæri kristinna kennimannaTilefni greinar Steindórs virðist þó ekki fyrst og fremst vera áhugi á textasögu Nýja testamentisins heldur ákafi hans að sýna fram á að kristin trú og boðun kirkjunnar hafi frá örófi alda verið byggð á vísvitandi blekkingum. Þær leynast víða samsæriskenningarnar. Hvers vegna er ekki hægt að álykta sem svo að mönnum í frumkirkjunni hafi verið í mun að varðveita boðskap frumvotta kristinnar trúar eins vel og kostur var? Gerir það niðurstöðurnar ótrúverðugri að deilt hafi verið um leiðir til þess? Bendir reglan sem menn settu sér þegar ritin voru valin í Nýja testamentið á 4. öld ekki einmitt til vilja til að hafa það heldur er sannara reynist, þ.e. sú regla að velja eingöngu rit sem postuli hefði ritað eða postulalærisveinn, eða rit sem verið hefðu í notkun í söfnuði sem postuli hefði stofnað? Það er dapurlegt að menn skuli þurfa að tala um kristna kennimenn sem blekkingasmiði „sem er í mun að viðhalda sýndarmyndinni sem kirkjan hefur í gegnum aldirnar dregið upp til að viðhalda kristinni trú“, eins og Steindór kemst að orði. Það er dapurlegt að menn sjái sig tilneydda að tala um kristinn almenning sem einhvers konar fáfróða, jarmandi sauði sem sneyddir eru allri gagnrýninni hugsun og láti fíflast af kenningum blekkingasmiða. Einhvern veginn finnst manni bágt ef menn þarfnast slíkra viðhorfa til að verja sína eigin guðlausu trúarsannfæringu.Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur í Hallgrímskirkju.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun