Hönd fyrir höfuð 12. júlí 2007 06:00 Eiríkur Stefánsson fyrrverandi verkalýðsfrömuður á Fáskrúðsfirði fór mikinn í Kastljósinu síðasta föstudag. Þar ásakaði hann mig um að hafa við sölu á hlutabréfum mínum í Eskju „tekið út úr greininni þúsund milljónir“ og með því skilið heimamenn og byggðarlagið eftir í skuldsetningu og volæði. Þeir stæðu nú frammi fyrir að þurfa að selja allan bolfiskkvóta félagsins til að bæta fyrir skaðann. Eiríkur bætti svo við að að ég hefði „aldrei migið í saltan sjó“. Mér finnst mikilvægt að orðaskak Eiríks sé leiðrétt og um leið sýnd viðleitni við að slá á andúð hans í garð kvótakerfisins. Er ég tók við rekstri Eskju í ársbyrjun 2001 var fjárhagsstaða félagsins erfið og samstarfsfólk mitt og ég lögðum mikið á okkur til að endurskipuleggja reksturinn. Sumar aðgerðirnar voru erfiðar en um leið nauðsynlegar til að félagið næði styrk til að taka þátt í þeirri samkeppni sem ríkir á frjálsum markaði. Það tókst og tveimur árum síðar var fjárhagur Eskju orðinn nægjanlega sterkur til að hægt væri að bæta við kvótastöðu félagsins. Á meðan ég var við stjórnvölinn voru aldrei seldar veiðiheimildir. Þvert á móti stóð ég fyrir kaupum á veiðiheimildum er nánast tvöfölduðu bolfiskkvóta félagsins og styrktu reksturinn til muna. Þær veiðiheimildir hafa vaxið mjög að markaðsverðmætum og eru enn á Eskifirði. Það er mikilvægt að rugla ekki sölu veiðiheimilda saman við sölu hlutabréfa eins og Eiríkur virðist gera. Hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum endurspegla eignarhluti í skipum, verksmiðjum, viðskiptavild og mannauði jafnt sem veiðirétti. Því má ekki gleyma. Brotthvarf mitt úr hluthafahópi Eskju var fyrst og fremst vegna ólíkra sjónarmiða samhluthafa minna varðandi rekstraráherslur og framtíðarstefnu. Ég lagði til að fyrirtækinu yrði skipt upp og ég tæki hluta af eignum þess og skuldum og ræki sem sjálfstæða einingu. Því var hafnað. Niðurstaðan varð sú að ég seldi hlutafé mitt með blendnum hug en í sátt við þá hluthafa sem gengu til liðs við hluthafahópinn. Að kaupunum stóðu fyrirtækin Skeljungur, Tryggingamiðstöðin og Eskja til jafns. Það er því beinlínis rangt að halda því fram að með sölu hlutabréfanna hafi komið til „verulegrar skuldsetningar heimamanna“ eins og Eiríkur heldur fram. Umræða um sjávarútvegsmál á og má ekki festast í þeim rætna farvegi sem Eiríkur hefur fyrirfundið. Sú aðferðarfræði hans að leitast við að sverta mannorð einstaklinga til þess eins að ala á andúð í garð kvótakerfisins er afar ósmekkleg og sjálfdæmist. Hvað varðar yfirlýsingu Eiríks að ég hafi „aldrei migið í saltan sjó“ þá skal það hér með leiðrétt. Þó ég teljist seint til mestu sjóhunda Íslandssögunnar þá vann ég sem háseti í sumarafleysingum á Jóni Kjartanssyni – en meig um borð. Það var hinsvegar eftir sveitaböllin sem við vinirnir fórum niður á frystihússbryggju og sprændum í sjóinn og hittum – að mig minnir – í flestum tilfellum. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Eskju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Eiríkur Stefánsson fyrrverandi verkalýðsfrömuður á Fáskrúðsfirði fór mikinn í Kastljósinu síðasta föstudag. Þar ásakaði hann mig um að hafa við sölu á hlutabréfum mínum í Eskju „tekið út úr greininni þúsund milljónir“ og með því skilið heimamenn og byggðarlagið eftir í skuldsetningu og volæði. Þeir stæðu nú frammi fyrir að þurfa að selja allan bolfiskkvóta félagsins til að bæta fyrir skaðann. Eiríkur bætti svo við að að ég hefði „aldrei migið í saltan sjó“. Mér finnst mikilvægt að orðaskak Eiríks sé leiðrétt og um leið sýnd viðleitni við að slá á andúð hans í garð kvótakerfisins. Er ég tók við rekstri Eskju í ársbyrjun 2001 var fjárhagsstaða félagsins erfið og samstarfsfólk mitt og ég lögðum mikið á okkur til að endurskipuleggja reksturinn. Sumar aðgerðirnar voru erfiðar en um leið nauðsynlegar til að félagið næði styrk til að taka þátt í þeirri samkeppni sem ríkir á frjálsum markaði. Það tókst og tveimur árum síðar var fjárhagur Eskju orðinn nægjanlega sterkur til að hægt væri að bæta við kvótastöðu félagsins. Á meðan ég var við stjórnvölinn voru aldrei seldar veiðiheimildir. Þvert á móti stóð ég fyrir kaupum á veiðiheimildum er nánast tvöfölduðu bolfiskkvóta félagsins og styrktu reksturinn til muna. Þær veiðiheimildir hafa vaxið mjög að markaðsverðmætum og eru enn á Eskifirði. Það er mikilvægt að rugla ekki sölu veiðiheimilda saman við sölu hlutabréfa eins og Eiríkur virðist gera. Hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum endurspegla eignarhluti í skipum, verksmiðjum, viðskiptavild og mannauði jafnt sem veiðirétti. Því má ekki gleyma. Brotthvarf mitt úr hluthafahópi Eskju var fyrst og fremst vegna ólíkra sjónarmiða samhluthafa minna varðandi rekstraráherslur og framtíðarstefnu. Ég lagði til að fyrirtækinu yrði skipt upp og ég tæki hluta af eignum þess og skuldum og ræki sem sjálfstæða einingu. Því var hafnað. Niðurstaðan varð sú að ég seldi hlutafé mitt með blendnum hug en í sátt við þá hluthafa sem gengu til liðs við hluthafahópinn. Að kaupunum stóðu fyrirtækin Skeljungur, Tryggingamiðstöðin og Eskja til jafns. Það er því beinlínis rangt að halda því fram að með sölu hlutabréfanna hafi komið til „verulegrar skuldsetningar heimamanna“ eins og Eiríkur heldur fram. Umræða um sjávarútvegsmál á og má ekki festast í þeim rætna farvegi sem Eiríkur hefur fyrirfundið. Sú aðferðarfræði hans að leitast við að sverta mannorð einstaklinga til þess eins að ala á andúð í garð kvótakerfisins er afar ósmekkleg og sjálfdæmist. Hvað varðar yfirlýsingu Eiríks að ég hafi „aldrei migið í saltan sjó“ þá skal það hér með leiðrétt. Þó ég teljist seint til mestu sjóhunda Íslandssögunnar þá vann ég sem háseti í sumarafleysingum á Jóni Kjartanssyni – en meig um borð. Það var hinsvegar eftir sveitaböllin sem við vinirnir fórum niður á frystihússbryggju og sprændum í sjóinn og hittum – að mig minnir – í flestum tilfellum. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Eskju.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun