Konur í auglýsingum 4. júlí 2007 06:00 Nú á tímum hnattvæðingar stýra margar og mótsagnakenndar tilhneigingar framvindu mála. Sem betur fer birtist okkur vaxandi umhverfisvitund í ýmsum myndum en um leið er miskunnarlaus gróðahyggja drifkraftur í hinu alþjóðlega viðskiptalífi, eins konar hnattvæddur græðgiskapítalismi. Svipaða sögu má segja af baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Í orði kveðnu viðurkenna allar hugsandi manneskjur mikilvægi þess að tryggja jafnrétti, ekki aðeins í orði heldur í reynd, enginn rís upp og segist andvígur slíku. Því mætti halda að kvenfrelsi og jafnrétti kynjanna væri á næsta leiti en svo er því miður ekki. Flestir viðurkenna að kynbundinn aðstöðu- og launamunur er óverjandi hneisa og ekkert annað en brot á mannréttindum og skerðing á frelsi kvenna. Hversu djúpt sannfæringin ristir hjá hverjum og einum, hvað menn eru tilbúnir til að gera þegar á reynir til að bæta ástandið, er önnur saga.Þingað um málið í EvrópuráðinuEnn vandast málin þegar út í önnur og óbeinni birtingarform karla- eða feðraveldisins kemur. Eitt slíkt var á dagskrá fundar jafnréttisnefndar þingmannasamkomu Evrópuráðsins og á þinginu sjálfu sem undirritaður sótti í síðustu viku, þ.e.a.s. hvernig kvenlíkaminn eða kvenímyndin er notuð í auglýsingum.Margir, og þar á meðal sumir ræðumanna á Evrópuþinginu, ypptu öxlum og töldu málið léttvægt, jafnvel að það ætti ekki heima undir hatti umræðna um jafnréttisbaráttu kynjanna. Aðrir, og þar á meðal undirritaður, urðu til að benda á að óviðeigandi og jafnvel auðmýkjandi notkun kvenlíkamans er einmitt birtingarform niðurlægjandi viðhorfa í karllægu samfélagi. Dæmi um slíkt eru ótalmörg, nægir að nefna auglýsingar, þar sem fáklæddar konur og ungar stúlkur eru notaðar sem hlutir til að fanga athygli þeirra sem ætlunin er að selja bifreiðar eða veiðiútbúnað.Er vilji til breytinga?Rétt eins og umræður um umhverfislega ábyrgð fyrirtækja, viðskiptalífsins og samfélagsins alls þurfa að ná dýpra en til yfirborðsins, þá verður siðferðileg og félagsleg ábyrgð og virðing fyrir frelsi og réttindum kvenna að rista dýpra en nú er. Mikilvægt er að stefna og viðhorf ríkisstjórna, viðskiptalífsins og samfélagsins taki til hvers kyns brota gegn jafnrétti kynjanna, beinna sem óbeinna.Til að ná fram kvenfrelsi og þar með jafnrétti kynjanna þarf fyrst og fremst hugarfarsbreytingu, þótt einnig sé nauðsynlegt að beita jafnréttislögum, ákvæðum um auglýsingar í samkeppnislögum, siðareglum og öðrum þeim tækjum sem til er að dreifa í þessum anga jafnréttisbaráttunnar.Það er áhyggjuefni hversu litlu áralöng barátta fyrir jafnrétti kynjanna á Vesturlöndum hefur skilað. Þrátt fyrir lagasetningu, rannsóknir og aukna meðvitund lætur hugarfarsbreytingin á sér standa. Það vekur upp spurninguna um viljann: er það í raun vilji samfélagsins að konur nái jöfnum rétti á við karla? Ef við viljum það í raun er nauðsynlegt að skoða allt samfélagið: sjálfstæði kvenna og velferð, stöðu þeirra í atvinnulífinu, kjaramálin, stöðu þeirra á heimilunum, kynbundið ofbeldi, og valdahlutföllin. Þá eru ótaldar staðalímyndirnar, sem eru birtingarmynd hinna raunverulegu viðhorfa sem karlasamfélagið fóstrar og viðheldur.Vöknum til vitundarHvernig kynin eru sýnd í fjölmiðlum skiptir miklu máli fyrir viðhorf okkar gagnvart hlutverkum kynjanna og stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Ef konur eru ævinlega sýndar sem hlutir og skrautmunir hlýtur það að síast inn í vitund okkar. Að sama skapi eru karlar oftar en ekki sýndir sem gerendur er hafi vald yfir eigin lífi og jafnvel annarra. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessar klisjukenndu birtingamyndir hafa áhrif á launamuninn, ofbeldið og kynbundin völd, þess vegna ætti okkur ekki að vera neitt að vanbúnaði að takast af alvöru á við að uppræta innrætingu af þessu tagi.Sem betur fer eru skaðleg áhrif staðalmynda kynjanna orðin hluti af pólitískri umræðu og það mun sennilega fara vaxandi næstu ár ef það er raunverulegur vilji okkar að breyta stöðu kvenna í samfélaginu. Stjórnmálaflokkarnir hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna í þessari baráttu og nauðsynlegt að þeir tengist þeim frjálsu félagasamtökum sem unnið hafa mikilvægt starf í þágu kvenfrelsis og jafnréttismála. Nauðsynlegt er að vekja áhuga sem flestra og virkja félags- og menningarlíf, fjölmiðla, menntakerfi og vinnumarkaðinn allan. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að afnema þau karllægu viðhorf sem viðhalda forréttindum karla í samfélaginu. Í því augnamiði ber að færa aukin áhrif og völd til kvenna, sem mun á endanum skila sér í réttlátara samfélagi fyrir alla, konur og karla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á tímum hnattvæðingar stýra margar og mótsagnakenndar tilhneigingar framvindu mála. Sem betur fer birtist okkur vaxandi umhverfisvitund í ýmsum myndum en um leið er miskunnarlaus gróðahyggja drifkraftur í hinu alþjóðlega viðskiptalífi, eins konar hnattvæddur græðgiskapítalismi. Svipaða sögu má segja af baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Í orði kveðnu viðurkenna allar hugsandi manneskjur mikilvægi þess að tryggja jafnrétti, ekki aðeins í orði heldur í reynd, enginn rís upp og segist andvígur slíku. Því mætti halda að kvenfrelsi og jafnrétti kynjanna væri á næsta leiti en svo er því miður ekki. Flestir viðurkenna að kynbundinn aðstöðu- og launamunur er óverjandi hneisa og ekkert annað en brot á mannréttindum og skerðing á frelsi kvenna. Hversu djúpt sannfæringin ristir hjá hverjum og einum, hvað menn eru tilbúnir til að gera þegar á reynir til að bæta ástandið, er önnur saga.Þingað um málið í EvrópuráðinuEnn vandast málin þegar út í önnur og óbeinni birtingarform karla- eða feðraveldisins kemur. Eitt slíkt var á dagskrá fundar jafnréttisnefndar þingmannasamkomu Evrópuráðsins og á þinginu sjálfu sem undirritaður sótti í síðustu viku, þ.e.a.s. hvernig kvenlíkaminn eða kvenímyndin er notuð í auglýsingum.Margir, og þar á meðal sumir ræðumanna á Evrópuþinginu, ypptu öxlum og töldu málið léttvægt, jafnvel að það ætti ekki heima undir hatti umræðna um jafnréttisbaráttu kynjanna. Aðrir, og þar á meðal undirritaður, urðu til að benda á að óviðeigandi og jafnvel auðmýkjandi notkun kvenlíkamans er einmitt birtingarform niðurlægjandi viðhorfa í karllægu samfélagi. Dæmi um slíkt eru ótalmörg, nægir að nefna auglýsingar, þar sem fáklæddar konur og ungar stúlkur eru notaðar sem hlutir til að fanga athygli þeirra sem ætlunin er að selja bifreiðar eða veiðiútbúnað.Er vilji til breytinga?Rétt eins og umræður um umhverfislega ábyrgð fyrirtækja, viðskiptalífsins og samfélagsins alls þurfa að ná dýpra en til yfirborðsins, þá verður siðferðileg og félagsleg ábyrgð og virðing fyrir frelsi og réttindum kvenna að rista dýpra en nú er. Mikilvægt er að stefna og viðhorf ríkisstjórna, viðskiptalífsins og samfélagsins taki til hvers kyns brota gegn jafnrétti kynjanna, beinna sem óbeinna.Til að ná fram kvenfrelsi og þar með jafnrétti kynjanna þarf fyrst og fremst hugarfarsbreytingu, þótt einnig sé nauðsynlegt að beita jafnréttislögum, ákvæðum um auglýsingar í samkeppnislögum, siðareglum og öðrum þeim tækjum sem til er að dreifa í þessum anga jafnréttisbaráttunnar.Það er áhyggjuefni hversu litlu áralöng barátta fyrir jafnrétti kynjanna á Vesturlöndum hefur skilað. Þrátt fyrir lagasetningu, rannsóknir og aukna meðvitund lætur hugarfarsbreytingin á sér standa. Það vekur upp spurninguna um viljann: er það í raun vilji samfélagsins að konur nái jöfnum rétti á við karla? Ef við viljum það í raun er nauðsynlegt að skoða allt samfélagið: sjálfstæði kvenna og velferð, stöðu þeirra í atvinnulífinu, kjaramálin, stöðu þeirra á heimilunum, kynbundið ofbeldi, og valdahlutföllin. Þá eru ótaldar staðalímyndirnar, sem eru birtingarmynd hinna raunverulegu viðhorfa sem karlasamfélagið fóstrar og viðheldur.Vöknum til vitundarHvernig kynin eru sýnd í fjölmiðlum skiptir miklu máli fyrir viðhorf okkar gagnvart hlutverkum kynjanna og stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Ef konur eru ævinlega sýndar sem hlutir og skrautmunir hlýtur það að síast inn í vitund okkar. Að sama skapi eru karlar oftar en ekki sýndir sem gerendur er hafi vald yfir eigin lífi og jafnvel annarra. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessar klisjukenndu birtingamyndir hafa áhrif á launamuninn, ofbeldið og kynbundin völd, þess vegna ætti okkur ekki að vera neitt að vanbúnaði að takast af alvöru á við að uppræta innrætingu af þessu tagi.Sem betur fer eru skaðleg áhrif staðalmynda kynjanna orðin hluti af pólitískri umræðu og það mun sennilega fara vaxandi næstu ár ef það er raunverulegur vilji okkar að breyta stöðu kvenna í samfélaginu. Stjórnmálaflokkarnir hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna í þessari baráttu og nauðsynlegt að þeir tengist þeim frjálsu félagasamtökum sem unnið hafa mikilvægt starf í þágu kvenfrelsis og jafnréttismála. Nauðsynlegt er að vekja áhuga sem flestra og virkja félags- og menningarlíf, fjölmiðla, menntakerfi og vinnumarkaðinn allan. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að afnema þau karllægu viðhorf sem viðhalda forréttindum karla í samfélaginu. Í því augnamiði ber að færa aukin áhrif og völd til kvenna, sem mun á endanum skila sér í réttlátara samfélagi fyrir alla, konur og karla.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun