Konur í auglýsingum 4. júlí 2007 06:00 Nú á tímum hnattvæðingar stýra margar og mótsagnakenndar tilhneigingar framvindu mála. Sem betur fer birtist okkur vaxandi umhverfisvitund í ýmsum myndum en um leið er miskunnarlaus gróðahyggja drifkraftur í hinu alþjóðlega viðskiptalífi, eins konar hnattvæddur græðgiskapítalismi. Svipaða sögu má segja af baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Í orði kveðnu viðurkenna allar hugsandi manneskjur mikilvægi þess að tryggja jafnrétti, ekki aðeins í orði heldur í reynd, enginn rís upp og segist andvígur slíku. Því mætti halda að kvenfrelsi og jafnrétti kynjanna væri á næsta leiti en svo er því miður ekki. Flestir viðurkenna að kynbundinn aðstöðu- og launamunur er óverjandi hneisa og ekkert annað en brot á mannréttindum og skerðing á frelsi kvenna. Hversu djúpt sannfæringin ristir hjá hverjum og einum, hvað menn eru tilbúnir til að gera þegar á reynir til að bæta ástandið, er önnur saga.Þingað um málið í EvrópuráðinuEnn vandast málin þegar út í önnur og óbeinni birtingarform karla- eða feðraveldisins kemur. Eitt slíkt var á dagskrá fundar jafnréttisnefndar þingmannasamkomu Evrópuráðsins og á þinginu sjálfu sem undirritaður sótti í síðustu viku, þ.e.a.s. hvernig kvenlíkaminn eða kvenímyndin er notuð í auglýsingum.Margir, og þar á meðal sumir ræðumanna á Evrópuþinginu, ypptu öxlum og töldu málið léttvægt, jafnvel að það ætti ekki heima undir hatti umræðna um jafnréttisbaráttu kynjanna. Aðrir, og þar á meðal undirritaður, urðu til að benda á að óviðeigandi og jafnvel auðmýkjandi notkun kvenlíkamans er einmitt birtingarform niðurlægjandi viðhorfa í karllægu samfélagi. Dæmi um slíkt eru ótalmörg, nægir að nefna auglýsingar, þar sem fáklæddar konur og ungar stúlkur eru notaðar sem hlutir til að fanga athygli þeirra sem ætlunin er að selja bifreiðar eða veiðiútbúnað.Er vilji til breytinga?Rétt eins og umræður um umhverfislega ábyrgð fyrirtækja, viðskiptalífsins og samfélagsins alls þurfa að ná dýpra en til yfirborðsins, þá verður siðferðileg og félagsleg ábyrgð og virðing fyrir frelsi og réttindum kvenna að rista dýpra en nú er. Mikilvægt er að stefna og viðhorf ríkisstjórna, viðskiptalífsins og samfélagsins taki til hvers kyns brota gegn jafnrétti kynjanna, beinna sem óbeinna.Til að ná fram kvenfrelsi og þar með jafnrétti kynjanna þarf fyrst og fremst hugarfarsbreytingu, þótt einnig sé nauðsynlegt að beita jafnréttislögum, ákvæðum um auglýsingar í samkeppnislögum, siðareglum og öðrum þeim tækjum sem til er að dreifa í þessum anga jafnréttisbaráttunnar.Það er áhyggjuefni hversu litlu áralöng barátta fyrir jafnrétti kynjanna á Vesturlöndum hefur skilað. Þrátt fyrir lagasetningu, rannsóknir og aukna meðvitund lætur hugarfarsbreytingin á sér standa. Það vekur upp spurninguna um viljann: er það í raun vilji samfélagsins að konur nái jöfnum rétti á við karla? Ef við viljum það í raun er nauðsynlegt að skoða allt samfélagið: sjálfstæði kvenna og velferð, stöðu þeirra í atvinnulífinu, kjaramálin, stöðu þeirra á heimilunum, kynbundið ofbeldi, og valdahlutföllin. Þá eru ótaldar staðalímyndirnar, sem eru birtingarmynd hinna raunverulegu viðhorfa sem karlasamfélagið fóstrar og viðheldur.Vöknum til vitundarHvernig kynin eru sýnd í fjölmiðlum skiptir miklu máli fyrir viðhorf okkar gagnvart hlutverkum kynjanna og stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Ef konur eru ævinlega sýndar sem hlutir og skrautmunir hlýtur það að síast inn í vitund okkar. Að sama skapi eru karlar oftar en ekki sýndir sem gerendur er hafi vald yfir eigin lífi og jafnvel annarra. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessar klisjukenndu birtingamyndir hafa áhrif á launamuninn, ofbeldið og kynbundin völd, þess vegna ætti okkur ekki að vera neitt að vanbúnaði að takast af alvöru á við að uppræta innrætingu af þessu tagi.Sem betur fer eru skaðleg áhrif staðalmynda kynjanna orðin hluti af pólitískri umræðu og það mun sennilega fara vaxandi næstu ár ef það er raunverulegur vilji okkar að breyta stöðu kvenna í samfélaginu. Stjórnmálaflokkarnir hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna í þessari baráttu og nauðsynlegt að þeir tengist þeim frjálsu félagasamtökum sem unnið hafa mikilvægt starf í þágu kvenfrelsis og jafnréttismála. Nauðsynlegt er að vekja áhuga sem flestra og virkja félags- og menningarlíf, fjölmiðla, menntakerfi og vinnumarkaðinn allan. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að afnema þau karllægu viðhorf sem viðhalda forréttindum karla í samfélaginu. Í því augnamiði ber að færa aukin áhrif og völd til kvenna, sem mun á endanum skila sér í réttlátara samfélagi fyrir alla, konur og karla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á tímum hnattvæðingar stýra margar og mótsagnakenndar tilhneigingar framvindu mála. Sem betur fer birtist okkur vaxandi umhverfisvitund í ýmsum myndum en um leið er miskunnarlaus gróðahyggja drifkraftur í hinu alþjóðlega viðskiptalífi, eins konar hnattvæddur græðgiskapítalismi. Svipaða sögu má segja af baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Í orði kveðnu viðurkenna allar hugsandi manneskjur mikilvægi þess að tryggja jafnrétti, ekki aðeins í orði heldur í reynd, enginn rís upp og segist andvígur slíku. Því mætti halda að kvenfrelsi og jafnrétti kynjanna væri á næsta leiti en svo er því miður ekki. Flestir viðurkenna að kynbundinn aðstöðu- og launamunur er óverjandi hneisa og ekkert annað en brot á mannréttindum og skerðing á frelsi kvenna. Hversu djúpt sannfæringin ristir hjá hverjum og einum, hvað menn eru tilbúnir til að gera þegar á reynir til að bæta ástandið, er önnur saga.Þingað um málið í EvrópuráðinuEnn vandast málin þegar út í önnur og óbeinni birtingarform karla- eða feðraveldisins kemur. Eitt slíkt var á dagskrá fundar jafnréttisnefndar þingmannasamkomu Evrópuráðsins og á þinginu sjálfu sem undirritaður sótti í síðustu viku, þ.e.a.s. hvernig kvenlíkaminn eða kvenímyndin er notuð í auglýsingum.Margir, og þar á meðal sumir ræðumanna á Evrópuþinginu, ypptu öxlum og töldu málið léttvægt, jafnvel að það ætti ekki heima undir hatti umræðna um jafnréttisbaráttu kynjanna. Aðrir, og þar á meðal undirritaður, urðu til að benda á að óviðeigandi og jafnvel auðmýkjandi notkun kvenlíkamans er einmitt birtingarform niðurlægjandi viðhorfa í karllægu samfélagi. Dæmi um slíkt eru ótalmörg, nægir að nefna auglýsingar, þar sem fáklæddar konur og ungar stúlkur eru notaðar sem hlutir til að fanga athygli þeirra sem ætlunin er að selja bifreiðar eða veiðiútbúnað.Er vilji til breytinga?Rétt eins og umræður um umhverfislega ábyrgð fyrirtækja, viðskiptalífsins og samfélagsins alls þurfa að ná dýpra en til yfirborðsins, þá verður siðferðileg og félagsleg ábyrgð og virðing fyrir frelsi og réttindum kvenna að rista dýpra en nú er. Mikilvægt er að stefna og viðhorf ríkisstjórna, viðskiptalífsins og samfélagsins taki til hvers kyns brota gegn jafnrétti kynjanna, beinna sem óbeinna.Til að ná fram kvenfrelsi og þar með jafnrétti kynjanna þarf fyrst og fremst hugarfarsbreytingu, þótt einnig sé nauðsynlegt að beita jafnréttislögum, ákvæðum um auglýsingar í samkeppnislögum, siðareglum og öðrum þeim tækjum sem til er að dreifa í þessum anga jafnréttisbaráttunnar.Það er áhyggjuefni hversu litlu áralöng barátta fyrir jafnrétti kynjanna á Vesturlöndum hefur skilað. Þrátt fyrir lagasetningu, rannsóknir og aukna meðvitund lætur hugarfarsbreytingin á sér standa. Það vekur upp spurninguna um viljann: er það í raun vilji samfélagsins að konur nái jöfnum rétti á við karla? Ef við viljum það í raun er nauðsynlegt að skoða allt samfélagið: sjálfstæði kvenna og velferð, stöðu þeirra í atvinnulífinu, kjaramálin, stöðu þeirra á heimilunum, kynbundið ofbeldi, og valdahlutföllin. Þá eru ótaldar staðalímyndirnar, sem eru birtingarmynd hinna raunverulegu viðhorfa sem karlasamfélagið fóstrar og viðheldur.Vöknum til vitundarHvernig kynin eru sýnd í fjölmiðlum skiptir miklu máli fyrir viðhorf okkar gagnvart hlutverkum kynjanna og stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Ef konur eru ævinlega sýndar sem hlutir og skrautmunir hlýtur það að síast inn í vitund okkar. Að sama skapi eru karlar oftar en ekki sýndir sem gerendur er hafi vald yfir eigin lífi og jafnvel annarra. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessar klisjukenndu birtingamyndir hafa áhrif á launamuninn, ofbeldið og kynbundin völd, þess vegna ætti okkur ekki að vera neitt að vanbúnaði að takast af alvöru á við að uppræta innrætingu af þessu tagi.Sem betur fer eru skaðleg áhrif staðalmynda kynjanna orðin hluti af pólitískri umræðu og það mun sennilega fara vaxandi næstu ár ef það er raunverulegur vilji okkar að breyta stöðu kvenna í samfélaginu. Stjórnmálaflokkarnir hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna í þessari baráttu og nauðsynlegt að þeir tengist þeim frjálsu félagasamtökum sem unnið hafa mikilvægt starf í þágu kvenfrelsis og jafnréttismála. Nauðsynlegt er að vekja áhuga sem flestra og virkja félags- og menningarlíf, fjölmiðla, menntakerfi og vinnumarkaðinn allan. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að afnema þau karllægu viðhorf sem viðhalda forréttindum karla í samfélaginu. Í því augnamiði ber að færa aukin áhrif og völd til kvenna, sem mun á endanum skila sér í réttlátara samfélagi fyrir alla, konur og karla.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun