Raforka á álverstaxta 3. júlí 2007 06:00 Svo virðist sem ný tegund lýðræðis sé nú að ryðja sér til rúms í bæjum og sveitum landsins um þessar mundir. „Íbúakosning“ kallast hún og snýst um sjálftökurétt einstakra sveitarfélaga á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Síst er ég á móti íbúalýðræði og auknum rétti fólks til að ákvarða eigin mál. Þvert á móti. En hve lýðræðislegar eru ákvarðanir sem þessar þegar íbúar viðkomandi sveitarfélags eru settir upp við vegg af íslenskum stjórnvöldum í erindagjörðum fyrir erlend stórfyrirtæki? Jafnvel er gengið svo langt að íbúum sveitarfélagsins er gefið til kynna að eina leiðin til þess að bæta almannaþjónustu er að fara að vilja Landsvirkjunar eins og gerst hefur í Flóahrepp í tengslum við áform um virkjun Urriðafoss. Það er einnig grátbroslegt að heyra fréttir af kapphlaupi milli sveitarfélaga um að fá til sín álver. En þarf heimurinn að vera svona svarthvítur? Af hverju mega aðrar atvinnugreinar en álbræðsla ekki fá raforku á lágu verði?Orkan er sameign þjóðarinnarOrkan er sameiginleg auðlind þjóðarinnar, reyndar framtíðarinnar, og hún er auk þess takmörkuð, hvort sem um er að ræða í fallvötnum eða jarðhita. Það er því býsna skondið að sjá sveitarfélögin skiptast í hópa og metast á um hvort þau ætli að hafa íbúakosningu eða ekki um álversdrauma sína. Verum minnug þess að álver krefst bæði rýmis í íslensku hagkerfi og ekki síst ráðstöfun á umtalsverðum hluta sameiginlegra orkuauðlinda landsmanna.Álver fá niðurgreidda orku sem landsmenn og annað atvinnulíf verða að borga fullu verði. Slíkt stórvirki er því ekki einkamál einstakra sveitarfélaga. Með hvaða rétti og sanngirni fer fram íbúakosning í Hafnarfirði um stækkun álvers sem krefst orku úr Þjórsá eða jarðhita á Reykjanesi? Hefur Orkuveita Reykjavíkur eitthvert sjálfdæmi til að ráðstafa orku til álvera úr sameiginlegri orkuauðlind landsmanna á Hellisheiði og það á spottprís á meðan fiskvinnslan á Vestfjörðum ¿ já um land allt ¿ borgar margfalt hærra verð fyrir orkuna? Er það ekki brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar?Fiskvinnslan fái álverstaxtaÓbreytt stóriðjustefna ríkisins og atgangur einstakra sveitarfélaga á suðvesturhorninu í álæðinu mun áfram ryðja burt atvinnulífi og búsetu, t.d. á Vestfjörðum og í öðrum sjávarbyggðum á landsbyggðinni. Eiga ekki Vestfirðingar og Norðlendingar nákvæmlega sama rétt til orkunnar á Hellisheiði, Reykjanesskaga eða í Þjórsá? Sveitarstjóri Ölfushrepps taldi í fréttum nýverið nær að sú sveit fengi orkuna úr Þjórsá í álver hjá sér frekar en Hafnfirðingar eða Reyknesingar!Álverin fá samningsbundinn rétt til sameiginlegrar orku landsmanna til næstu áratuga á spottprís eða 0,80 til 1,50 kr./kWst. Nýjustu samningar Orkuveitunnar við óbyggt álver er að sögn um 2 kr./ kWst. úr auðteknasta orkugjafa landsins.Fiskvinnslan er aftur á móti að borga fjórfaldan til sexfaldan áltaxta, þ.e. 5,50 - 6 kr./kWst. og sumir meir. Nú, þegar horft er til aukinnar hagkvæmni sjávarútvegs og bættra rekstrarskilyrða til að viðhalda og efla byggðir landsins, þurfa þær að fá til sín aukinn hlut virðisaukans. Fiskvinnslan og sjávarbyggðirnar niðurgreiða orkuna til stóriðjunnar og taka á sig vaxtaokrið og hátt gengi krónunnar sem eru fylgifiskar stóriðjuþenslunnar.Það er skýlaus krafa sjávarbyggðanna og hreint sanngirnismál að fiskvinnslan fái rafmagn á álverstaxta!Fiskurinn er jafn sameiginleg auðlind og orkanGefum okkur nú að allt sé þetta eðlilegt og sanngjarnt, sem ég er ekki sammála:- þjóðin sé sátt við að erlendir auðhringar fái hér raforku á spottprís úr sameiginlegum náttúruauðlindum landsmanna.- Slíkar ákvarðanir megi þvinga fram með ákvörðun einstakra sveitarfélaga, hvort sem það er gert með íbúakosningu eða ekki Þá geta íbúar á Vestfjörðum eða Skagaströnd með sama hætti látið fara fram íbúakosningu um sjálftökurétt þeirra til fiskveiðiauðlindarinnar, a.m.k. allt að tvöhundruð mílum úti fyrir ströndinni. Fiskurinn í sjónum er takmörkuð auðlind í þeirra heimabyggð, í þeirra heimasjó, þótt hún sé sameign þjóðarinnar. Sama er um orkuna og mengunarkvótann sem sveitarfélögin á suðvesturhorninu vilja hrifsa til sín, hvort heldur með íbúakosningu eða ekki, en aðrir blæða.Landsmenn góðir! Er ekki rétt að staldra við áður en því er varpað á einstök sveitarfélög að greiða atkvæði um sölu á sameign þjóðarinnar til útlendra auðherra?Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Svo virðist sem ný tegund lýðræðis sé nú að ryðja sér til rúms í bæjum og sveitum landsins um þessar mundir. „Íbúakosning“ kallast hún og snýst um sjálftökurétt einstakra sveitarfélaga á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Síst er ég á móti íbúalýðræði og auknum rétti fólks til að ákvarða eigin mál. Þvert á móti. En hve lýðræðislegar eru ákvarðanir sem þessar þegar íbúar viðkomandi sveitarfélags eru settir upp við vegg af íslenskum stjórnvöldum í erindagjörðum fyrir erlend stórfyrirtæki? Jafnvel er gengið svo langt að íbúum sveitarfélagsins er gefið til kynna að eina leiðin til þess að bæta almannaþjónustu er að fara að vilja Landsvirkjunar eins og gerst hefur í Flóahrepp í tengslum við áform um virkjun Urriðafoss. Það er einnig grátbroslegt að heyra fréttir af kapphlaupi milli sveitarfélaga um að fá til sín álver. En þarf heimurinn að vera svona svarthvítur? Af hverju mega aðrar atvinnugreinar en álbræðsla ekki fá raforku á lágu verði?Orkan er sameign þjóðarinnarOrkan er sameiginleg auðlind þjóðarinnar, reyndar framtíðarinnar, og hún er auk þess takmörkuð, hvort sem um er að ræða í fallvötnum eða jarðhita. Það er því býsna skondið að sjá sveitarfélögin skiptast í hópa og metast á um hvort þau ætli að hafa íbúakosningu eða ekki um álversdrauma sína. Verum minnug þess að álver krefst bæði rýmis í íslensku hagkerfi og ekki síst ráðstöfun á umtalsverðum hluta sameiginlegra orkuauðlinda landsmanna.Álver fá niðurgreidda orku sem landsmenn og annað atvinnulíf verða að borga fullu verði. Slíkt stórvirki er því ekki einkamál einstakra sveitarfélaga. Með hvaða rétti og sanngirni fer fram íbúakosning í Hafnarfirði um stækkun álvers sem krefst orku úr Þjórsá eða jarðhita á Reykjanesi? Hefur Orkuveita Reykjavíkur eitthvert sjálfdæmi til að ráðstafa orku til álvera úr sameiginlegri orkuauðlind landsmanna á Hellisheiði og það á spottprís á meðan fiskvinnslan á Vestfjörðum ¿ já um land allt ¿ borgar margfalt hærra verð fyrir orkuna? Er það ekki brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar?Fiskvinnslan fái álverstaxtaÓbreytt stóriðjustefna ríkisins og atgangur einstakra sveitarfélaga á suðvesturhorninu í álæðinu mun áfram ryðja burt atvinnulífi og búsetu, t.d. á Vestfjörðum og í öðrum sjávarbyggðum á landsbyggðinni. Eiga ekki Vestfirðingar og Norðlendingar nákvæmlega sama rétt til orkunnar á Hellisheiði, Reykjanesskaga eða í Þjórsá? Sveitarstjóri Ölfushrepps taldi í fréttum nýverið nær að sú sveit fengi orkuna úr Þjórsá í álver hjá sér frekar en Hafnfirðingar eða Reyknesingar!Álverin fá samningsbundinn rétt til sameiginlegrar orku landsmanna til næstu áratuga á spottprís eða 0,80 til 1,50 kr./kWst. Nýjustu samningar Orkuveitunnar við óbyggt álver er að sögn um 2 kr./ kWst. úr auðteknasta orkugjafa landsins.Fiskvinnslan er aftur á móti að borga fjórfaldan til sexfaldan áltaxta, þ.e. 5,50 - 6 kr./kWst. og sumir meir. Nú, þegar horft er til aukinnar hagkvæmni sjávarútvegs og bættra rekstrarskilyrða til að viðhalda og efla byggðir landsins, þurfa þær að fá til sín aukinn hlut virðisaukans. Fiskvinnslan og sjávarbyggðirnar niðurgreiða orkuna til stóriðjunnar og taka á sig vaxtaokrið og hátt gengi krónunnar sem eru fylgifiskar stóriðjuþenslunnar.Það er skýlaus krafa sjávarbyggðanna og hreint sanngirnismál að fiskvinnslan fái rafmagn á álverstaxta!Fiskurinn er jafn sameiginleg auðlind og orkanGefum okkur nú að allt sé þetta eðlilegt og sanngjarnt, sem ég er ekki sammála:- þjóðin sé sátt við að erlendir auðhringar fái hér raforku á spottprís úr sameiginlegum náttúruauðlindum landsmanna.- Slíkar ákvarðanir megi þvinga fram með ákvörðun einstakra sveitarfélaga, hvort sem það er gert með íbúakosningu eða ekki Þá geta íbúar á Vestfjörðum eða Skagaströnd með sama hætti látið fara fram íbúakosningu um sjálftökurétt þeirra til fiskveiðiauðlindarinnar, a.m.k. allt að tvöhundruð mílum úti fyrir ströndinni. Fiskurinn í sjónum er takmörkuð auðlind í þeirra heimabyggð, í þeirra heimasjó, þótt hún sé sameign þjóðarinnar. Sama er um orkuna og mengunarkvótann sem sveitarfélögin á suðvesturhorninu vilja hrifsa til sín, hvort heldur með íbúakosningu eða ekki, en aðrir blæða.Landsmenn góðir! Er ekki rétt að staldra við áður en því er varpað á einstök sveitarfélög að greiða atkvæði um sölu á sameign þjóðarinnar til útlendra auðherra?Höfundur er alþingismaður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun