Raforka á álverstaxta 3. júlí 2007 06:00 Svo virðist sem ný tegund lýðræðis sé nú að ryðja sér til rúms í bæjum og sveitum landsins um þessar mundir. „Íbúakosning“ kallast hún og snýst um sjálftökurétt einstakra sveitarfélaga á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Síst er ég á móti íbúalýðræði og auknum rétti fólks til að ákvarða eigin mál. Þvert á móti. En hve lýðræðislegar eru ákvarðanir sem þessar þegar íbúar viðkomandi sveitarfélags eru settir upp við vegg af íslenskum stjórnvöldum í erindagjörðum fyrir erlend stórfyrirtæki? Jafnvel er gengið svo langt að íbúum sveitarfélagsins er gefið til kynna að eina leiðin til þess að bæta almannaþjónustu er að fara að vilja Landsvirkjunar eins og gerst hefur í Flóahrepp í tengslum við áform um virkjun Urriðafoss. Það er einnig grátbroslegt að heyra fréttir af kapphlaupi milli sveitarfélaga um að fá til sín álver. En þarf heimurinn að vera svona svarthvítur? Af hverju mega aðrar atvinnugreinar en álbræðsla ekki fá raforku á lágu verði?Orkan er sameign þjóðarinnarOrkan er sameiginleg auðlind þjóðarinnar, reyndar framtíðarinnar, og hún er auk þess takmörkuð, hvort sem um er að ræða í fallvötnum eða jarðhita. Það er því býsna skondið að sjá sveitarfélögin skiptast í hópa og metast á um hvort þau ætli að hafa íbúakosningu eða ekki um álversdrauma sína. Verum minnug þess að álver krefst bæði rýmis í íslensku hagkerfi og ekki síst ráðstöfun á umtalsverðum hluta sameiginlegra orkuauðlinda landsmanna.Álver fá niðurgreidda orku sem landsmenn og annað atvinnulíf verða að borga fullu verði. Slíkt stórvirki er því ekki einkamál einstakra sveitarfélaga. Með hvaða rétti og sanngirni fer fram íbúakosning í Hafnarfirði um stækkun álvers sem krefst orku úr Þjórsá eða jarðhita á Reykjanesi? Hefur Orkuveita Reykjavíkur eitthvert sjálfdæmi til að ráðstafa orku til álvera úr sameiginlegri orkuauðlind landsmanna á Hellisheiði og það á spottprís á meðan fiskvinnslan á Vestfjörðum ¿ já um land allt ¿ borgar margfalt hærra verð fyrir orkuna? Er það ekki brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar?Fiskvinnslan fái álverstaxtaÓbreytt stóriðjustefna ríkisins og atgangur einstakra sveitarfélaga á suðvesturhorninu í álæðinu mun áfram ryðja burt atvinnulífi og búsetu, t.d. á Vestfjörðum og í öðrum sjávarbyggðum á landsbyggðinni. Eiga ekki Vestfirðingar og Norðlendingar nákvæmlega sama rétt til orkunnar á Hellisheiði, Reykjanesskaga eða í Þjórsá? Sveitarstjóri Ölfushrepps taldi í fréttum nýverið nær að sú sveit fengi orkuna úr Þjórsá í álver hjá sér frekar en Hafnfirðingar eða Reyknesingar!Álverin fá samningsbundinn rétt til sameiginlegrar orku landsmanna til næstu áratuga á spottprís eða 0,80 til 1,50 kr./kWst. Nýjustu samningar Orkuveitunnar við óbyggt álver er að sögn um 2 kr./ kWst. úr auðteknasta orkugjafa landsins.Fiskvinnslan er aftur á móti að borga fjórfaldan til sexfaldan áltaxta, þ.e. 5,50 - 6 kr./kWst. og sumir meir. Nú, þegar horft er til aukinnar hagkvæmni sjávarútvegs og bættra rekstrarskilyrða til að viðhalda og efla byggðir landsins, þurfa þær að fá til sín aukinn hlut virðisaukans. Fiskvinnslan og sjávarbyggðirnar niðurgreiða orkuna til stóriðjunnar og taka á sig vaxtaokrið og hátt gengi krónunnar sem eru fylgifiskar stóriðjuþenslunnar.Það er skýlaus krafa sjávarbyggðanna og hreint sanngirnismál að fiskvinnslan fái rafmagn á álverstaxta!Fiskurinn er jafn sameiginleg auðlind og orkanGefum okkur nú að allt sé þetta eðlilegt og sanngjarnt, sem ég er ekki sammála:- þjóðin sé sátt við að erlendir auðhringar fái hér raforku á spottprís úr sameiginlegum náttúruauðlindum landsmanna.- Slíkar ákvarðanir megi þvinga fram með ákvörðun einstakra sveitarfélaga, hvort sem það er gert með íbúakosningu eða ekki Þá geta íbúar á Vestfjörðum eða Skagaströnd með sama hætti látið fara fram íbúakosningu um sjálftökurétt þeirra til fiskveiðiauðlindarinnar, a.m.k. allt að tvöhundruð mílum úti fyrir ströndinni. Fiskurinn í sjónum er takmörkuð auðlind í þeirra heimabyggð, í þeirra heimasjó, þótt hún sé sameign þjóðarinnar. Sama er um orkuna og mengunarkvótann sem sveitarfélögin á suðvesturhorninu vilja hrifsa til sín, hvort heldur með íbúakosningu eða ekki, en aðrir blæða.Landsmenn góðir! Er ekki rétt að staldra við áður en því er varpað á einstök sveitarfélög að greiða atkvæði um sölu á sameign þjóðarinnar til útlendra auðherra?Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Svo virðist sem ný tegund lýðræðis sé nú að ryðja sér til rúms í bæjum og sveitum landsins um þessar mundir. „Íbúakosning“ kallast hún og snýst um sjálftökurétt einstakra sveitarfélaga á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Síst er ég á móti íbúalýðræði og auknum rétti fólks til að ákvarða eigin mál. Þvert á móti. En hve lýðræðislegar eru ákvarðanir sem þessar þegar íbúar viðkomandi sveitarfélags eru settir upp við vegg af íslenskum stjórnvöldum í erindagjörðum fyrir erlend stórfyrirtæki? Jafnvel er gengið svo langt að íbúum sveitarfélagsins er gefið til kynna að eina leiðin til þess að bæta almannaþjónustu er að fara að vilja Landsvirkjunar eins og gerst hefur í Flóahrepp í tengslum við áform um virkjun Urriðafoss. Það er einnig grátbroslegt að heyra fréttir af kapphlaupi milli sveitarfélaga um að fá til sín álver. En þarf heimurinn að vera svona svarthvítur? Af hverju mega aðrar atvinnugreinar en álbræðsla ekki fá raforku á lágu verði?Orkan er sameign þjóðarinnarOrkan er sameiginleg auðlind þjóðarinnar, reyndar framtíðarinnar, og hún er auk þess takmörkuð, hvort sem um er að ræða í fallvötnum eða jarðhita. Það er því býsna skondið að sjá sveitarfélögin skiptast í hópa og metast á um hvort þau ætli að hafa íbúakosningu eða ekki um álversdrauma sína. Verum minnug þess að álver krefst bæði rýmis í íslensku hagkerfi og ekki síst ráðstöfun á umtalsverðum hluta sameiginlegra orkuauðlinda landsmanna.Álver fá niðurgreidda orku sem landsmenn og annað atvinnulíf verða að borga fullu verði. Slíkt stórvirki er því ekki einkamál einstakra sveitarfélaga. Með hvaða rétti og sanngirni fer fram íbúakosning í Hafnarfirði um stækkun álvers sem krefst orku úr Þjórsá eða jarðhita á Reykjanesi? Hefur Orkuveita Reykjavíkur eitthvert sjálfdæmi til að ráðstafa orku til álvera úr sameiginlegri orkuauðlind landsmanna á Hellisheiði og það á spottprís á meðan fiskvinnslan á Vestfjörðum ¿ já um land allt ¿ borgar margfalt hærra verð fyrir orkuna? Er það ekki brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar?Fiskvinnslan fái álverstaxtaÓbreytt stóriðjustefna ríkisins og atgangur einstakra sveitarfélaga á suðvesturhorninu í álæðinu mun áfram ryðja burt atvinnulífi og búsetu, t.d. á Vestfjörðum og í öðrum sjávarbyggðum á landsbyggðinni. Eiga ekki Vestfirðingar og Norðlendingar nákvæmlega sama rétt til orkunnar á Hellisheiði, Reykjanesskaga eða í Þjórsá? Sveitarstjóri Ölfushrepps taldi í fréttum nýverið nær að sú sveit fengi orkuna úr Þjórsá í álver hjá sér frekar en Hafnfirðingar eða Reyknesingar!Álverin fá samningsbundinn rétt til sameiginlegrar orku landsmanna til næstu áratuga á spottprís eða 0,80 til 1,50 kr./kWst. Nýjustu samningar Orkuveitunnar við óbyggt álver er að sögn um 2 kr./ kWst. úr auðteknasta orkugjafa landsins.Fiskvinnslan er aftur á móti að borga fjórfaldan til sexfaldan áltaxta, þ.e. 5,50 - 6 kr./kWst. og sumir meir. Nú, þegar horft er til aukinnar hagkvæmni sjávarútvegs og bættra rekstrarskilyrða til að viðhalda og efla byggðir landsins, þurfa þær að fá til sín aukinn hlut virðisaukans. Fiskvinnslan og sjávarbyggðirnar niðurgreiða orkuna til stóriðjunnar og taka á sig vaxtaokrið og hátt gengi krónunnar sem eru fylgifiskar stóriðjuþenslunnar.Það er skýlaus krafa sjávarbyggðanna og hreint sanngirnismál að fiskvinnslan fái rafmagn á álverstaxta!Fiskurinn er jafn sameiginleg auðlind og orkanGefum okkur nú að allt sé þetta eðlilegt og sanngjarnt, sem ég er ekki sammála:- þjóðin sé sátt við að erlendir auðhringar fái hér raforku á spottprís úr sameiginlegum náttúruauðlindum landsmanna.- Slíkar ákvarðanir megi þvinga fram með ákvörðun einstakra sveitarfélaga, hvort sem það er gert með íbúakosningu eða ekki Þá geta íbúar á Vestfjörðum eða Skagaströnd með sama hætti látið fara fram íbúakosningu um sjálftökurétt þeirra til fiskveiðiauðlindarinnar, a.m.k. allt að tvöhundruð mílum úti fyrir ströndinni. Fiskurinn í sjónum er takmörkuð auðlind í þeirra heimabyggð, í þeirra heimasjó, þótt hún sé sameign þjóðarinnar. Sama er um orkuna og mengunarkvótann sem sveitarfélögin á suðvesturhorninu vilja hrifsa til sín, hvort heldur með íbúakosningu eða ekki, en aðrir blæða.Landsmenn góðir! Er ekki rétt að staldra við áður en því er varpað á einstök sveitarfélög að greiða atkvæði um sölu á sameign þjóðarinnar til útlendra auðherra?Höfundur er alþingismaður.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun