Kastljósið eina sanna 24. júní 2007 06:00 Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur fellt úrskurð í máli Jónínu Bjartmarz gegn Kastljósi Ríkissjónvarpsins. Úrskurðurinn er harður og athyglisverður að því leiti að það er ekki algengt að slíkur málarekstur sé stundaður gegn Ríkisútvarpinu. Ég viðurkenni að ég hef ekki upplýsingar um slíkar kærur í seinni tíð, en fyrir margt löngu sat ég í siðanefnd blaðamannafélagsins um skeið og man ekki til að slíkar kærur hafi borist. Þetta mál sýnir í hnotskurn hvað fjórða valdið í þjóðfélaginu getur verið sterkt. Ljóst er að Jónína Bjartmarz hafði engin áhrif á veitingu umrædds ríkisborgararéttar öfugt við það sem Kastljós lét að liggja. Það er hins vegar mjög líklegt að málatilbúnaður Kastljóssins hafi haft áhrif á úrslit Alþingiskosninga og innbyrðis röð þingmanna Framsóknarflokksins og sé ein af ástæðum þess að flokkurinn hefur nú ekki þingmann í Reykjavík. Ég ætla mér ekki að fjalla um þetta mál í smáatriðum hér. Það sem vakti athygli mína og undrun á þeim síðustu vikum fyrir kosningar sem málið var til umræðu var fyrirferð þess í umfjöllun Kastljóss, dag eftir dag, að þetta skyldi vera uppistaðan í umfjöllun þáttarins. Þótt forsvarsmenn þess segi nú að þeir hafi aldrei sagt að Jónína Bjartmarz hefði haft áhrif á málið, þá var persóna hennar undir og yfir og allt um kring í kynningu þessa máls, og það duldist engum. Ég er undrandi yfir viðbrögðum Kastljóss og Ríkisútvarpsins við úrskurði siðanefndarinnar. Þau minna dálítið á þann hugsunarhátt sem alls staðar er hættulegur að við einir vitum, hjá öðrum stendur ekki steinn yfir steini. Hin eina sanna umfjöllun er hjá okkur, hinu eina og sanna Kastljósi. Slíkur hugsunarháttur er hættulegur fyrir þá sem hafa mikið vald og munu hafa það. Það er til fyrirmyndar fyrir Blaðamannafélag Íslands að halda úti siðanefnd sem þeir geta leitað til sem finnst á sér brotið. Þó að úrskurðir hennar hafi ekki stöðu á við dóma dómstóla hafa þeir mikla þýðingu. Þeir eru aðvörun til þeirra fjölmiðla sem hlut eiga að máli og vonandi verða þeir áfram teknir alvarlega sem slíkir. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur fellt úrskurð í máli Jónínu Bjartmarz gegn Kastljósi Ríkissjónvarpsins. Úrskurðurinn er harður og athyglisverður að því leiti að það er ekki algengt að slíkur málarekstur sé stundaður gegn Ríkisútvarpinu. Ég viðurkenni að ég hef ekki upplýsingar um slíkar kærur í seinni tíð, en fyrir margt löngu sat ég í siðanefnd blaðamannafélagsins um skeið og man ekki til að slíkar kærur hafi borist. Þetta mál sýnir í hnotskurn hvað fjórða valdið í þjóðfélaginu getur verið sterkt. Ljóst er að Jónína Bjartmarz hafði engin áhrif á veitingu umrædds ríkisborgararéttar öfugt við það sem Kastljós lét að liggja. Það er hins vegar mjög líklegt að málatilbúnaður Kastljóssins hafi haft áhrif á úrslit Alþingiskosninga og innbyrðis röð þingmanna Framsóknarflokksins og sé ein af ástæðum þess að flokkurinn hefur nú ekki þingmann í Reykjavík. Ég ætla mér ekki að fjalla um þetta mál í smáatriðum hér. Það sem vakti athygli mína og undrun á þeim síðustu vikum fyrir kosningar sem málið var til umræðu var fyrirferð þess í umfjöllun Kastljóss, dag eftir dag, að þetta skyldi vera uppistaðan í umfjöllun þáttarins. Þótt forsvarsmenn þess segi nú að þeir hafi aldrei sagt að Jónína Bjartmarz hefði haft áhrif á málið, þá var persóna hennar undir og yfir og allt um kring í kynningu þessa máls, og það duldist engum. Ég er undrandi yfir viðbrögðum Kastljóss og Ríkisútvarpsins við úrskurði siðanefndarinnar. Þau minna dálítið á þann hugsunarhátt sem alls staðar er hættulegur að við einir vitum, hjá öðrum stendur ekki steinn yfir steini. Hin eina sanna umfjöllun er hjá okkur, hinu eina og sanna Kastljósi. Slíkur hugsunarháttur er hættulegur fyrir þá sem hafa mikið vald og munu hafa það. Það er til fyrirmyndar fyrir Blaðamannafélag Íslands að halda úti siðanefnd sem þeir geta leitað til sem finnst á sér brotið. Þó að úrskurðir hennar hafi ekki stöðu á við dóma dómstóla hafa þeir mikla þýðingu. Þeir eru aðvörun til þeirra fjölmiðla sem hlut eiga að máli og vonandi verða þeir áfram teknir alvarlega sem slíkir. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar