Sérkennileg stjórnun Sigurður G. Guðjónsson skrifar 20. júní 2007 06:00 Jón Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins skrifaði í gær litla grein í Fréttablaðið um eignir í samvinnufélögum. Í niðurlagi greinarinnar segir höfundur:Rétt er að taka fram að Samvinnutryggingar eru ekki samvinnufélag enda þótt vísað sé til laga um samvinnufélög í samþykktum. Réttarform Samvinnutrygginga er sérstætt og mjög líkt skipulagi íslenskra sparisjóða. Það er ekki rétt hjá fyrrum viðskiptaráðherra, sem fór með málefni samvinnufélaga í ráðherratíð sinni, að réttarform Samvinnutrygginga sé sérstætt. Þegar Samvinnutryggingar voru stofnaðar 1946 var félagið skráð sem samvinnufélag og svo hefur verið allt til dagsins í dag. Það sem er sérstætt við Samvinnutryggingar er hins vegar hvernig staðið hefur verið að stjórnun félagsins frá árinu 1989. En þann 19. janúar það ár samþykkti þáverandi stjórn Samvinnutrygginga að leggja fyrir fulltrúaráð félagsins, sem aðalfundur SÍS kaus, að stofna hlutafélag um vátryggingastarfsemi með Brunabótafélagi Íslands. Eignuðust Samvinnutryggingar helming hlutafjár í hlutafélagi þessu, sem við stofnun fékk nafnið Vátryggingafélag Íslands hf. Hlutir í þessu félagi hafa síðan gengið kaupum og sölum. Af opinberum gögnum verður þó ekki séð að samþykktum Samvinnutrygginga frá 1963, sem tilkynntar höfðu verið til samvinnufélagaskrár 28. desember 1964, hafi verið breytt fyrr enn aðalfundi 22. júní 1998. Sú breyting, sem gerð var á samþykktum Samvinnutrygginga 1998, var fyrst tilkynnt samvinnufélagaskrá með í bréfi dagsettu 5. desember 2002. Í því bréfi kemur líka fram að Axel Gíslason hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins með prókúru frá og með 1. janúar 1989. Samþykktirnar frá 1998 er þó ekki að finna hjá samvinnufélagaskrá. Nýjar samþykktir fyrir Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar voru mótteknar þann 14. september 2005 hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, sem nú heldur m.a. skrá um samvinnufélög. Síðasta tilkynningin Eignarhaldsfélags Samvinnutrygggina til fyrirtækjaskrár er um starfslok Axels Gíslasonar framkvæmdastjóra,sem dagsett er þann 23. nóvember 2006. Þess má hér að lokum geta að samkvæmt 12. gr. laga nr. 22/1991 um samvinnufélög á að tilkynna breytingu á samþykktum samvinnufélaga innan mánaðar frá því breyting var samþykkt. Stjórnun Samvinnutrygginga hefur því verið mjög sérkennileg hin síðari ár. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins skrifaði í gær litla grein í Fréttablaðið um eignir í samvinnufélögum. Í niðurlagi greinarinnar segir höfundur:Rétt er að taka fram að Samvinnutryggingar eru ekki samvinnufélag enda þótt vísað sé til laga um samvinnufélög í samþykktum. Réttarform Samvinnutrygginga er sérstætt og mjög líkt skipulagi íslenskra sparisjóða. Það er ekki rétt hjá fyrrum viðskiptaráðherra, sem fór með málefni samvinnufélaga í ráðherratíð sinni, að réttarform Samvinnutrygginga sé sérstætt. Þegar Samvinnutryggingar voru stofnaðar 1946 var félagið skráð sem samvinnufélag og svo hefur verið allt til dagsins í dag. Það sem er sérstætt við Samvinnutryggingar er hins vegar hvernig staðið hefur verið að stjórnun félagsins frá árinu 1989. En þann 19. janúar það ár samþykkti þáverandi stjórn Samvinnutrygginga að leggja fyrir fulltrúaráð félagsins, sem aðalfundur SÍS kaus, að stofna hlutafélag um vátryggingastarfsemi með Brunabótafélagi Íslands. Eignuðust Samvinnutryggingar helming hlutafjár í hlutafélagi þessu, sem við stofnun fékk nafnið Vátryggingafélag Íslands hf. Hlutir í þessu félagi hafa síðan gengið kaupum og sölum. Af opinberum gögnum verður þó ekki séð að samþykktum Samvinnutrygginga frá 1963, sem tilkynntar höfðu verið til samvinnufélagaskrár 28. desember 1964, hafi verið breytt fyrr enn aðalfundi 22. júní 1998. Sú breyting, sem gerð var á samþykktum Samvinnutrygginga 1998, var fyrst tilkynnt samvinnufélagaskrá með í bréfi dagsettu 5. desember 2002. Í því bréfi kemur líka fram að Axel Gíslason hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins með prókúru frá og með 1. janúar 1989. Samþykktirnar frá 1998 er þó ekki að finna hjá samvinnufélagaskrá. Nýjar samþykktir fyrir Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar voru mótteknar þann 14. september 2005 hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, sem nú heldur m.a. skrá um samvinnufélög. Síðasta tilkynningin Eignarhaldsfélags Samvinnutrygggina til fyrirtækjaskrár er um starfslok Axels Gíslasonar framkvæmdastjóra,sem dagsett er þann 23. nóvember 2006. Þess má hér að lokum geta að samkvæmt 12. gr. laga nr. 22/1991 um samvinnufélög á að tilkynna breytingu á samþykktum samvinnufélaga innan mánaðar frá því breyting var samþykkt. Stjórnun Samvinnutrygginga hefur því verið mjög sérkennileg hin síðari ár. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun