Er Ingibjörgu Sólrúnu og Geir ekki sjálfrátt? Gestur Svavarsson skrifar 25. maí 2007 00:01 Það er svolítið broslegt að heyra gagnrýni ýmissa einstaklinga úr röðum Samfylkingarinnar á Steingrím J. Sigfússon og fleiri í Vinstri grænum. Sú gagnrýni er á að Vinstri græn hafi komið í veg fyrir myndun vinstri stjórnar á Íslandi. Gagnrýnin er að Vinstri græn hafi reynt að koma því svo fyrir að framsókn væri ekki stjórntæk til þess að hafa afsökun fyrir því að hlaupa í eina sæng með íhaldinu. Það sem mér finnst broslegt við svona gagnrýni er einmitt að hún er fyrst og fremst vel fallin til þess að afsaka meintan eigin glæp: Fyrst að VG eyðilagði vinstristjórnina þá verðum við bara með Sjálfstæðisflokknum. Þó enginn sé hafinn yfir gagnrýni þá leysist þessi rökleysa upp af sjálfu sér, í sjálfri sér. Það eina sem er ljóst og öruggt er það að vilji var til þess að mynda núverandi stjórn hjá þessum tveimur flokkum, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Viljinn endurspeglaðist síðan í þeirri ákvörðun sem var tekin af forystufólki þessara flokka. Það liggur fyrir. Morgunljóst er að við í vinstri grænum höfum, að óreyndu, engar forsendur til þess að gefa okkur neitt með vilja annarra flokka til samstarfs með okkur eða öðrum. Fyrir kosningarnar lá ekki annað fyrir en yfirlýsingar framsóknar um að vera utan stjórnar vegna lítils fylgis. Mér finnst heiðarlegt af Steingrími J. Sigfússyni og öðrum að taka þær yfirlýsingar alvarlega. Mér finnst líka að slík yfirlýsing þurfti ekki að útiloka vinstri stjórn heldur hefði verið hægt að hafa minnihlutastjórn með stuðningi framsóknar, sem þá hefði gefið framsókn um leið tækifæri til þess að reisa sig við – en einnig ad halda reisn sinni og standa við fyrri yfirlýsingar um að vera utan stjórnar. Eins var líka heiðarlegt að gefa út yfirlýsingar um að ekki væri lokað á neins konar samstarf við nokkurn flokk. Þessum hugmyndum hefur verið lýst sem dónaskap af varaformanni framsóknar, Guðna Ágústssyni. Henni hefur verið lýst sem klaufalegri af bloggurum moggabloggs og vísis. Hugmyndunum hefur verið lýst sem einkennilegri nálgun Steingríms sem ekki gerði annað en að útiloka myndun vinstri stjórnar og allt að því neyða Samfylkinguna í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Öllum er frjálst að hafa skoðanir um brag og hætti fólks við að setja fram hugmyndir. Munum samt að það var Guðni Ágústsson sem upplifði dónaskapinn, bloggararnir sem kusu að sjá klaufaskap og margt samfylkingarfólk valdi að líta þannig á málin að Steingrímur J. Sigfússon væri að reka Samfylkinguna í fang Sjálfstæðisflokksins. Ég hef talsvert álit á Steingrími J. Sigfússyni. Ég veit að hann stýrir Vinstrihreyfingunni grænu framboði með glæsibrag. Og hann nýtur eindregins stuðnings okkar allra. En hann stýrir ekki fleiri flokkum. Hann stýrir ekki Sjálfstæðisflokknum og hans vilja til stjórnarmyndunar. Ekki fremur en Samfylkingunni. Þeim tveimur flokkum stýrir annað fólk og er því vonandi sjálfrátt um vilja og athafnir. Þau bera því alla ábyrgð á myndun hinnar nýju ríkisstjórnar og ber að axla hana.Höfundur er formaður kjördæmisráðs í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er svolítið broslegt að heyra gagnrýni ýmissa einstaklinga úr röðum Samfylkingarinnar á Steingrím J. Sigfússon og fleiri í Vinstri grænum. Sú gagnrýni er á að Vinstri græn hafi komið í veg fyrir myndun vinstri stjórnar á Íslandi. Gagnrýnin er að Vinstri græn hafi reynt að koma því svo fyrir að framsókn væri ekki stjórntæk til þess að hafa afsökun fyrir því að hlaupa í eina sæng með íhaldinu. Það sem mér finnst broslegt við svona gagnrýni er einmitt að hún er fyrst og fremst vel fallin til þess að afsaka meintan eigin glæp: Fyrst að VG eyðilagði vinstristjórnina þá verðum við bara með Sjálfstæðisflokknum. Þó enginn sé hafinn yfir gagnrýni þá leysist þessi rökleysa upp af sjálfu sér, í sjálfri sér. Það eina sem er ljóst og öruggt er það að vilji var til þess að mynda núverandi stjórn hjá þessum tveimur flokkum, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Viljinn endurspeglaðist síðan í þeirri ákvörðun sem var tekin af forystufólki þessara flokka. Það liggur fyrir. Morgunljóst er að við í vinstri grænum höfum, að óreyndu, engar forsendur til þess að gefa okkur neitt með vilja annarra flokka til samstarfs með okkur eða öðrum. Fyrir kosningarnar lá ekki annað fyrir en yfirlýsingar framsóknar um að vera utan stjórnar vegna lítils fylgis. Mér finnst heiðarlegt af Steingrími J. Sigfússyni og öðrum að taka þær yfirlýsingar alvarlega. Mér finnst líka að slík yfirlýsing þurfti ekki að útiloka vinstri stjórn heldur hefði verið hægt að hafa minnihlutastjórn með stuðningi framsóknar, sem þá hefði gefið framsókn um leið tækifæri til þess að reisa sig við – en einnig ad halda reisn sinni og standa við fyrri yfirlýsingar um að vera utan stjórnar. Eins var líka heiðarlegt að gefa út yfirlýsingar um að ekki væri lokað á neins konar samstarf við nokkurn flokk. Þessum hugmyndum hefur verið lýst sem dónaskap af varaformanni framsóknar, Guðna Ágústssyni. Henni hefur verið lýst sem klaufalegri af bloggurum moggabloggs og vísis. Hugmyndunum hefur verið lýst sem einkennilegri nálgun Steingríms sem ekki gerði annað en að útiloka myndun vinstri stjórnar og allt að því neyða Samfylkinguna í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Öllum er frjálst að hafa skoðanir um brag og hætti fólks við að setja fram hugmyndir. Munum samt að það var Guðni Ágústsson sem upplifði dónaskapinn, bloggararnir sem kusu að sjá klaufaskap og margt samfylkingarfólk valdi að líta þannig á málin að Steingrímur J. Sigfússon væri að reka Samfylkinguna í fang Sjálfstæðisflokksins. Ég hef talsvert álit á Steingrími J. Sigfússyni. Ég veit að hann stýrir Vinstrihreyfingunni grænu framboði með glæsibrag. Og hann nýtur eindregins stuðnings okkar allra. En hann stýrir ekki fleiri flokkum. Hann stýrir ekki Sjálfstæðisflokknum og hans vilja til stjórnarmyndunar. Ekki fremur en Samfylkingunni. Þeim tveimur flokkum stýrir annað fólk og er því vonandi sjálfrátt um vilja og athafnir. Þau bera því alla ábyrgð á myndun hinnar nýju ríkisstjórnar og ber að axla hana.Höfundur er formaður kjördæmisráðs í Kraganum.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun