Bankinn sem kynnti sig í óveðrinu 23. maí 2007 06:00 Gregory Miller Harvard Business School fylgdist með hvernig brugðist var við mótbyr á markaði. Miller fylgdist með viðbrögðum Glitnis og telur að bankinn hafi nýtt sér neikvæða athygli og snúið henni sér í hag. Greogory Miller hefur fylgst með Íslandi og núverandi rannsókn er önnur um Ísland. Sú fyrri var um þróun Kauphallarinnar og hlutabréfamarkaðar á Íslandi. „Ég hef haft áhuga á að skoða hvernig litlum einangruðum svæðum gengur að draga að sér athygli erlendra fjárfesta,“ segir Gregory. Þegar neikvæð umræða um íslenska hagkerfið og fjármálakerfið fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina setti Gregory sig í samband við Bjarna Ármannsson. „Mér fannst mikilvægt að fylgjast með slíku máli þegar það gerðist. Eftir á fara menn að ramma reynsluna inn og fyrir svona rannsókn er best að ná utan um hlutina þegar þeir gerast.“ Miller segir að hann hafi vel skynjað að menn höfðu verulegar áhyggjur af þessari atburðarás. „Hækkað álag á skuldabréf banka er kannski ekki eitthvað sem veldur almenningi miklu hugarangri, en kostnaður af þessu ástandi er verulegur. Það var hætta á að markaðir fyrir fjármögnun í Evrópu lokuðust, stjórnendur bankanna eyddu megninu af orku sinni í að huga að fjármögnun í stað annarrar starfsemi bankans og stór verkefni lentu í biðstöðu vegna vandræða við fjármögnun. Allt þetta hefur í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir banka.“ Miller segir að í júní í fyrra þegar hann var hér á ferðinni hafi í raun enginn vitað hvort þetta ástand myndi vara í nokkrar vikur, misseri eða jafnvel ár. Á þessum tíma höfðu Björn Richard Johansen, yfirmaður fjárfestatengsla Glitnis, og Bjarni Ármannsson forstjóri lagt upp með plan og fóru víða um til að segja sögu efnahagslífsins og bankans. „Markaðurinn reyndist tilbúinn að fyrirgefa, en þurfti að fá upplýsingar sem réttlættu slíka fyrirgefningu. Ég held að fyrirgefningin hefði ekki fengist án þess að menn legðu eitthvað af mörkum.“ Björn Richard bendir á að bankinn hafi nýtt sér athyglina sem fékkst, þótt neikvæð væri, og fengið inni í fjölmiðlum og á fundum með fjárfestum og greinendum. „Kínverska táknið fyrir kreppu merkir líka tækifæri. Við sáum tækifæri í því að nýta þetta kastljós til að uppfræða markaðinn um okkur og byggja upp tengslanet.“ Samhliða þessu unnu Tryggvi Þór Herbertsson og Frederic Mishkin skýrslu um íslenskt efnahagslíf. Miller segir þá skýrslu hafa gefið markaðnum heildstæða mynd sem var skiljanleg og kom frá þekktum hagfræðingi sem var hafinn yfir hagsmunatengdan vafa. „Með því að skýra heildina og samhengi íslensku bankanna. Greinendur bankanna eru ekki heimskingjar og þessi skýrsla hjálpaði þeim að skilja samhengið. Þeir eru sérfræðingar í bankarekstri, en yfirleitt ekki með mikla þekkingu í þjóðhagfræði. Mishkin hjálpaði þeim að skilja íslenska hagkerfið.“ Björn Richard Johansen Maðurinn sem skipulagði gagnsókn þegar sótt var að bönkunum á alþjóðavetvangi. Björn Richard bætir því við að þarna hafi komið staðfesting úr óháðri átt á þeirri sögu sem hann og Bjarni hafi verið að segja fjölmiðlum, greinendum og fjárfestum. „Hann gat hreyft það sem við högguðum ekki.“ Miller segir að Mishkin hafi einnig tekist að henda út í hafsauga hugmyndum sem komist höfðu á kreik, meðal annars í skýrslu Danske Bank, þar sem Ísland var borið saman við Taíland í aðdraganda kreppu. „Mishkin ýtti slíku út úr umræðunni með þeim einfalda hætti að segja að það eina sem Ísland og Taíland ættu sameiginlegt væri endingin -land í nafninu. Grípandi, ekki satt?“ Björn Richard segir að það sé afar mikilvægt að þeirri vinnu sem ýtt var úr hlaði verði fylgt eftir. Hann tekur þar undir með Bjarna Ármannssyni, sem lagði ríka áherslu á að Íslendingar yrðu að halda áfram að segja sína sögu við fjárfesta og fjölmiðla víða um heim. „Það þarf einhver að taka þennan bolta og halda áfram með hann.“ Enn eru ýmsar sögur á sveimi, meðal annars lífseigar sögur um peningaþvætti. „Það er ekki þannig að þó að þessari atrennu hafi verið hrundið verði allt í sóma eftir það. Ef það er eitthvað sem læra á af þessu er það að þegar athyglin beinist að ykkur verðið þið að tryggja að þið snúið henni ykkur í hag,“ segir Miller. „Menn þurfa að búa til skipulag sem bregst við slíku. Ég vona að það verði gert.“ Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Greogory Miller hefur fylgst með Íslandi og núverandi rannsókn er önnur um Ísland. Sú fyrri var um þróun Kauphallarinnar og hlutabréfamarkaðar á Íslandi. „Ég hef haft áhuga á að skoða hvernig litlum einangruðum svæðum gengur að draga að sér athygli erlendra fjárfesta,“ segir Gregory. Þegar neikvæð umræða um íslenska hagkerfið og fjármálakerfið fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina setti Gregory sig í samband við Bjarna Ármannsson. „Mér fannst mikilvægt að fylgjast með slíku máli þegar það gerðist. Eftir á fara menn að ramma reynsluna inn og fyrir svona rannsókn er best að ná utan um hlutina þegar þeir gerast.“ Miller segir að hann hafi vel skynjað að menn höfðu verulegar áhyggjur af þessari atburðarás. „Hækkað álag á skuldabréf banka er kannski ekki eitthvað sem veldur almenningi miklu hugarangri, en kostnaður af þessu ástandi er verulegur. Það var hætta á að markaðir fyrir fjármögnun í Evrópu lokuðust, stjórnendur bankanna eyddu megninu af orku sinni í að huga að fjármögnun í stað annarrar starfsemi bankans og stór verkefni lentu í biðstöðu vegna vandræða við fjármögnun. Allt þetta hefur í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir banka.“ Miller segir að í júní í fyrra þegar hann var hér á ferðinni hafi í raun enginn vitað hvort þetta ástand myndi vara í nokkrar vikur, misseri eða jafnvel ár. Á þessum tíma höfðu Björn Richard Johansen, yfirmaður fjárfestatengsla Glitnis, og Bjarni Ármannsson forstjóri lagt upp með plan og fóru víða um til að segja sögu efnahagslífsins og bankans. „Markaðurinn reyndist tilbúinn að fyrirgefa, en þurfti að fá upplýsingar sem réttlættu slíka fyrirgefningu. Ég held að fyrirgefningin hefði ekki fengist án þess að menn legðu eitthvað af mörkum.“ Björn Richard bendir á að bankinn hafi nýtt sér athyglina sem fékkst, þótt neikvæð væri, og fengið inni í fjölmiðlum og á fundum með fjárfestum og greinendum. „Kínverska táknið fyrir kreppu merkir líka tækifæri. Við sáum tækifæri í því að nýta þetta kastljós til að uppfræða markaðinn um okkur og byggja upp tengslanet.“ Samhliða þessu unnu Tryggvi Þór Herbertsson og Frederic Mishkin skýrslu um íslenskt efnahagslíf. Miller segir þá skýrslu hafa gefið markaðnum heildstæða mynd sem var skiljanleg og kom frá þekktum hagfræðingi sem var hafinn yfir hagsmunatengdan vafa. „Með því að skýra heildina og samhengi íslensku bankanna. Greinendur bankanna eru ekki heimskingjar og þessi skýrsla hjálpaði þeim að skilja samhengið. Þeir eru sérfræðingar í bankarekstri, en yfirleitt ekki með mikla þekkingu í þjóðhagfræði. Mishkin hjálpaði þeim að skilja íslenska hagkerfið.“ Björn Richard Johansen Maðurinn sem skipulagði gagnsókn þegar sótt var að bönkunum á alþjóðavetvangi. Björn Richard bætir því við að þarna hafi komið staðfesting úr óháðri átt á þeirri sögu sem hann og Bjarni hafi verið að segja fjölmiðlum, greinendum og fjárfestum. „Hann gat hreyft það sem við högguðum ekki.“ Miller segir að Mishkin hafi einnig tekist að henda út í hafsauga hugmyndum sem komist höfðu á kreik, meðal annars í skýrslu Danske Bank, þar sem Ísland var borið saman við Taíland í aðdraganda kreppu. „Mishkin ýtti slíku út úr umræðunni með þeim einfalda hætti að segja að það eina sem Ísland og Taíland ættu sameiginlegt væri endingin -land í nafninu. Grípandi, ekki satt?“ Björn Richard segir að það sé afar mikilvægt að þeirri vinnu sem ýtt var úr hlaði verði fylgt eftir. Hann tekur þar undir með Bjarna Ármannssyni, sem lagði ríka áherslu á að Íslendingar yrðu að halda áfram að segja sína sögu við fjárfesta og fjölmiðla víða um heim. „Það þarf einhver að taka þennan bolta og halda áfram með hann.“ Enn eru ýmsar sögur á sveimi, meðal annars lífseigar sögur um peningaþvætti. „Það er ekki þannig að þó að þessari atrennu hafi verið hrundið verði allt í sóma eftir það. Ef það er eitthvað sem læra á af þessu er það að þegar athyglin beinist að ykkur verðið þið að tryggja að þið snúið henni ykkur í hag,“ segir Miller. „Menn þurfa að búa til skipulag sem bregst við slíku. Ég vona að það verði gert.“
Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent